8.3.2007 | 16:29
Þetta hlaut að enda svona
Hefur nú lendingu verið náð í þetta litla mál sem er samt svo stórt. Ákvæði um þjóðareign auðlinda lands og sjávar Íslands skal í stjórnarskrá lýðveldisins. Ánægjuleg niðurstaða verð ég að segja og svo virðist sem niðurstaða málsins sé samkvæmt því sem Framsóknarflokkurinn hefur staðið á en Sjálfstæðisflokkurinn verið dragbítur á líkt og Össur sagði.
Svolítið er það nú sérstakt finnst mér samt að frumvarpið um þetta er flutt sem þingmannafrumvarp þeirra Jóns og Geirs, þrátt fyrir útskýringar þar um.
Þegar upp er staðið er ljóst að Jón Sigurðsson hefur beygt Geir í þessu máli og náð fram á skýran hátt stefnumiði síns flokks. Það er líka ljóst, að mínu mati, að Geir líkar það illa og reynir að klóra í það eins og hann getur. Setur jafnvel fram að þetta hafi í raun enga þýðingu heyrðist mér svona til að friða sjálfan sig og félaga sína.
Þetta er allt saman ágætt finnst mér.
Formenn stjórnarflokka flytja frumvarp um stjórnarskrárbreytingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta frumvarp er skömm. Verið er að gera okkar Heilögu Stjórnarskrá að tæki til þess að veiða atkvæði fyrir framsókn og stjórnarandstöðuflokkarnir taka undir allt helvítis bullið. Í dag varð stjórnarskráinn að pappírssnefili.
Fannar frá Rifi, 8.3.2007 kl. 17:16
Ekki alveg, ekki alveg. Hnykkt á mikilvægu atriði.
Ragnar Bjarnason, 8.3.2007 kl. 17:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.