8.3.2007 | 12:57
Vonandi er allt í lagi
Það er hálf óhugnarlegt að sjá svona lagað gerast. Vonandi er þetta ekkert meira en sykurfall eða þreyta. Þingflokkurinn fundaði fram á nótt og mikið er um að vera þessa dagana. Samkvæmt rúv er ekki alvarlegra um að ræða en þar segir
"Fljótlega kom í ljós að ráðherrann hafði líklega fengið blóðsykurfall, vegna anna og að hann hafði ekki gefið sér tíma til að fá sér morgunmat. Heilbrigðisstarfsfólk, þar á meðal alþingismaðurinn Ásta Möller sem er hjúkrunarfræðingur hlúðu að ráðherra".
Reikna menn með því að Magnús haldi áfram ræðu sinni nú eftir hádegi.
Þetta atvik minnti mann á Ingibjörgu Pálmadóttir hérna um árið þegar hún fékk aðsvif í sjónvarpsviðtali.
Ráðherra varð að gera hlé á ræðu sinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.