8.3.2007 | 10:13
Hvað er að gerast?
Ef það er eitthvað að marka þessa könnun, sem ég held reyndar að sé takmarkað en gæti þó verið eitthvað, þá er þetta algjört áfall fyrir Samfylkinguna. Ef að fleiri kannanir sýna í framhaldinu að ekki sé um einstaka könnun sem gefur villumynd þá verður Samfylkingin að fara að gera eitthvað róttækt til að vinna á móti þessu.
Samkvæmt þessari könnun er um að ræða tæplega 13% fylgistap að ræða frá síðustu kosningum og það hjá flokki sem ætti að vera leiðandi afl í stjórnarandstöðu, langvinnri stjórnarandstöðu þannig að staðan ætti að vera betri þó ekki væri nema út á það.
Sigurvegarar þessarar könnunar eru Sjálfstæðisflokkur sem er þarna að mælast með nokkuð meira fylgi en undanfarið og síðan Vinstri Grænir sem eru ennþá í þeim topp sem þeir hafa verið undanfarið. Ný ríkisstjórn þeirra á milli kannski í uppsiglingu?
Vinstri-grænir með 23,6% en Samfylking 18,5% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Rúm 31 % óákveðin og yfir 7% segjast ekki ætla að kjósa eða skila auðu. Þarna er hópur sem er ekki að vita hvert skilar sér. En við ættum að sjá til, þegar kosningabaráttan hefst fyrir alvöru, þegar listar liggja fyrir og kosningamálin skýrast. Fólk er bara að skoða sinn gang.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.3.2007 kl. 10:28
Já þetta er hópurinn sem líklega ræður mestu. Ég er ekki trúaður á að þessar 800 manna kannanir segi eitthvað rosalega mikið en miklar sveiflur gefa smá vísbendingu í þá áttina samt sem áður.
Ragnar Bjarnason, 8.3.2007 kl. 10:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.