6.3.2007 | 19:12
Er þörf fyrir þetta?
Kannski er þetta ekki eins galið og manni virðist það vera í fyrstu. Þetta hlýtur þá að vera ætlað fyrir börn erlendra starfsmanna, sem sjá fram á að vera tímabundið á Íslandi. Þar sem þetta er tengt sérstaklega við útrásarfyrirtækin sem eru þá komin í alþjóðlegt umhverfi þar sem starfsfólk fer á milli starfsstöðva í mismunandi löndum.
Er þá ekki ráð að útrásarfyrirtækin komi að stofnun þessarar menntastofnunar á einhvern hátt og veiti fjármagni til þess. Þetta væri jú þeim í hag að geta boðið upp á þetta umhverfi hér á landi.
Hver ætli þörfin sé annars eða er einhver þörf fyrir hendi?
Hugmyndir um alþjóðlegan skóla á Íslandi þar sem námsefni yrði á ensku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mér finnst þetta vera hið besta mál.
Svava frá Strandbergi , 7.3.2007 kl. 00:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.