5.3.2007 | 22:27
Forsætisráðherraefni í felum
Það vekur sérstaka eftirtekt mína við þetta útspil stjórnarandstöðunnar er að þarna voru mættir tveir flokksformenn á blaðamannafund og með þeim einn þingflokksformaður. Hvar var Ingibjörg Sólrún? Á að hafa hana í felum fram að kosningum núna svo hún hrelli ekki fleiri kjósendur frá Samfylkingunni.
Það á kannski bara að nota sömu aðferðafræði og fyrir seinustu kosningar þegar Össur hafði ekki þrek í að bera sjálfan sig á torg sem forsætisráðherraefni heldur þurfti að hafa eitt slíkt í lestinni til að vísa til. Best að hafa hana þar sem hún segir sem minnst og veldur sem minnstum usla og þá verður skaðinn í lágmarki.
Annars þykist ég vita að Össur hafi lítið annað haft fram að færa í stjórnarskrárnefdinni annað en misvísun, eitt á fundum og síðan annað út á við.´
Össur er kannski að klikkja á því að samstarf takist milli Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins eftir kosningar og sé þá búinn að gera upp við sig að öfga sósíalistaflokkurinn og innflytjendaflokkurin falli ekki að hans hugmyndum um ríkisstjórn. Í þeirri ríkisstjórn yrði sjálfsagt ISG forsætisráðherra. Þetta er því kjörin leið fyrir Össur að hefna til fulls tapinu fyrir henni í formannskjörinu.
Stjórnarandstaðan býðst til að styðja stjórnarskrárbreytingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég vil láta þig vita að Ingibjörg Sólrún liggur heima í flensu,nú er það þitt að leiðrétta pistilin þinn
valdi, 5.3.2007 kl. 22:31
Sagt er að fyrrverandir forsætis- og tráðherraefni hafi ákveðið að fara í sólarlandaferð svona rétt furir þingslit. - Það er ekkert að gerast sem krefst nærveru krataformannsins enda betra fyrir flokkinn að formaður sé fjær en nær.
Fyrrverandi krati (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 00:06
Það vakti eftirtekt mína að hún var ekki viðstödd Valdi, þá velti ég þessu fyrir mér. Sé hún veik óska ég henni skjóts bata. Plottið stend ég hins vegar við, Össur er búinn að vera henni stærsti ljárinn í þúfunni og verður það áfram. Að mínu mati hefur hún síðan ekki náð tilætluðum árangri.
Ragnar Bjarnason, 6.3.2007 kl. 08:17
Rangar upplýsingar Valdi. ISG er í fríi líkt og Fyrrv. krati segir. En er ekki varaformaður í Sf. sem hefði að öllu jöfnu væri næsta stig?
Svo held ég að ég fari að setja fram kröfu um fullt nafn til annars verði aths. eytt.
Ragnar Bjarnason, 6.3.2007 kl. 12:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.