5.3.2007 | 19:56
Afsláttur í strætó
Næst seinasti punkturinn í þessu er nú einna athyglisverðastur en þar segir "Kannað verði með Strætó bs . hvort unnt sé að vera með tilboð eða sérstök afsláttarverð í strætisvögnum þegar mengunarútlit er slæmt". Er ekki bara um að gera að hafa alltaf frítt í strætó? Gera almenningssamgöngur að raunhæfum kost í umferðarmenningunni? Ég tel að það væri mun betra en tímabundin fargjaldalækkun þegar útlit er fyrir svifryksmengun nálægt eða yfir viðmiðunarmörkum. Þannig er kannski hægt að minnka svifryksmengunina eitthvað.
![]() |
Kannað hvort taka eigi gjald fyrir notkun á nagladekkjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Held að það myndi vera gott útspil fyrir Íslendinga í umhverfismálum að hafa ókeypis almenningssamgöngur á vetnisknúnum bílum. Alcan hefur haft fríar ferðir til og frá vinnu í áratugi og um helmingur starfsmanna nýtir sér þessar ferðir með til heyrandi minnkun á útblæstri. Sé ekki afhverju það sama gæti ekki gilt um almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu.
Guðmundur Ragnar Björnsson, 5.3.2007 kl. 20:51
Sammála. Það á ekki að horfa í að reyna að ná einhverju inn af peningum í strætókerfið heldur hugsa lengra og hafa frítt.
Ragnar Bjarnason, 5.3.2007 kl. 20:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.