5.3.2007 | 19:47
Kristinn hefur áhrif
Það virðist svo vera að koma Kristins H. til Frjálslynda flokksins sé þegar farin að hafa fráhrindandi áhrif. Hægt var að lesa á textavarpinu áðan að Karen Jónsdóttir, formaður bæjarráðs á Akranesi hafi sagt sig úr Frjálslynda flokknum vegna röðunar Kristins í 2. sæti á framboðslista vegna Alþingiskosninganna í vor.
Að vísu segir Karen að þetta hafi ekki áhrif á meirihlutasamstarf Sjálfstæðisflokks og Frjálslyndra í bæjarstjórninni því hún hafi verið óháð þegar hún var kosin inn og sé því komin í sömu stöðu aftur nú.
Mér þykja þetta vera tíðindi, það verður að segjast eins og er. Ég hef skrifað um það áður hér vefnum mínum að ég teldi að margir myndu ekki kjósa hann vegna flokkavals síns nú um stundir en ég játa það fúslega að ég átti ekki von á því að það yrðu úrsagnir úr Frjálslynda flokknum við komu hans þangað. Ætli megi búast við fleiri slíkum úrsögnum á næstunni? Er þetta kannski vegna þess að Karen hafi sjálf viljað sæti Kristins? Ætli hún sé á leið í framboð fyrir Margréti Sverris.?
Þessu fylgja ýmsar spurningar, við skulum sjá hvað setur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.