5.3.2007 | 16:13
Úrvinnslugjald
Sú meginregla sem úrvinnslugjaldið byggir á, "sá sem mengar borgar", er grundvöllur fyrir átaki í því að ná inn þessum vörum til endurnýtingar og endurvinnslu. Það situr því í manni svolítið ósætti eða svekkelsi yfir því að úrvinnslugjaldið sé lækkað á sumum vöruflokkum vegna þess að söfnun hafi farið hægar af stað en áætlað var.
Við verðum að fara að taka okkur á í þessum efnum. Við verðum að fara að flokka sorpið meira en við gerum og vanda okkur mun meira í meðhöndlun okkar á því rusli sem fer í gegnum íslenskt þjóðfélag. Við erum miklir eftirbátar nágrannaþjóða okkar í þessum efnum en ættum að vera í fararbroddi ef vel væri.
Vandamálið í þessu held ég að sé hversu dreifbýlt Ísland er og þar af leiðandi hvað sorpið hefur í raun ekki "verið fyrir" okkur eins og menn hafa áttað sig mun fyrr á erlendis þar sem pláss er minna. Ég tel að úrvinnslugjald ætti að útbreiða enn frekar en nú er og bendi sérstaklega á úrvinnslugjald á blaða og prentpappír.
Úrvinnslugjaldið er hagrænn hvati til þess að á þessum málum sé tekið.
Úrvinnslugjald lækkaði um mánaðamótin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
"Vandamálið" er kannski að við nennum þessu ekki. Það er svona þegar samfélagið tekur það að sér að farga sorpinu þá þurfum við ekki nema að skokka út fyrir hús og henda ruslinu í tunnu. Það er einhver annar sem að sér um þetta fyrir okkur. Fólk heldur líka að þetta sé eitthvað mál en það er það ekki nema kannski í fyrstu þegar maður þarf að skipuleggja endurvinnsluna. Þegar að komin er rútína á þau mál, er það allt miklu auðveldara.
Margrét Einarsdóttir Long, 5.3.2007 kl. 16:35
Hér er flokkun í gangi. Ef til vill ekki eins mikil og hægt væri en allt óbrennanlegt er flokkað frá. Ég er líka með hænsni og þangað fer allur matarafgangur. Síðan er gott að setja kaffikorgin og telaufin út í garð, til að bæta moldina. Safnhaugur er líka gott framtak. Dagblöð eru ekki flokkuð frá hér, en fara í sorpeyðingarstöðina, þar sem byggðakjarni er hitaður upp að hluta til með brennslu stöðvarinnar. Svo er náttúrulega hægt að fara með bjórdósir og flöskur í endurvinnsluna.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.3.2007 kl. 17:26
Flokkun er af hinu góða. En mig vantar emailið frá þér Raggi, mitt er villivill2@hotmail.com
Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 19:54
Flokkun á sorpi verður úrelt eftir fá ár. það verður unnin olía úr sorpinu óflokkuðu.
http://discovermagazine.com/2006/apr/anything-oil/
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 5.3.2007 kl. 21:39
Athyglisverður punktur Gunnar, kærar þakkir fyrir þetta.
Ragnar Bjarnason, 5.3.2007 kl. 22:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.