Hverjir standa sig ekki í lækkunum?

Ánægjulegt er að sjá hvernig almenningur hefur brugðist við þeim aðstæðum sem lækkun matarverðs nú um mánaðamótin hefur í för með sér. Það virðist sem hinn almenni neytandi sé loksins að taka við sér í þessum efnum en manni hefur nú stundum virst ýmislegt hafa gengið yfir landann án þess að heyrst hafi hósti eða stuna. Það er vonandi að þetta virka eftirlit sé komið til að vera.

Ég tel þessa lækkun vera hið besta mál, sem og allir sem maður talar við um þetta. Það sem upp úr stendur reyndar varðandi útfærsluna er að fólki finnst ekki hafa verið auglýst nægilega vel eða nægilega áberandi hvaða vörur eigi að lækka í verði og þá hver væntanleg lækkun ætti að geta orðið. Besta opinbera umfjöllunin á um þetta sem ég hef séð er í héraðsfréttablaðinu Feyki, sem gefið er út á Sauðárkróki. Getur verið að annað hafi farið fram hjá mér en mér finnst að þessar upplýsingar eigi að koma til mín sem neytanda en ekki að ég þurfi að leita þær uppi sérstaklega. Ég held að margir fleiri séu mér sammála í þessum efnum.

Þessi almenna eftirfylgni með lækkuninni, sem birtist í formi tilkynninga og kvartana frá neytendum til Neytendastofu setur þrýsting á fyrirtæki og þjónustuaðila um að þessir aðilar standi sig og hirði ekki sjálf þá verðlækkun sem um er ræða.

Það er vel.


mbl.is Hafa ekki orðið við tilmælum um að lækka verð á skólamáltíðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott mál að fólk fylgist með.  Við vitum að það er alltaf verra að lækka vöruna en þegar þarf að hækka.  Við munum líka vel eftir því þegar núllin voru klippt afanaf.  Það er ef til vill vert að hafa í huga á þessum síðustu og verstu.....

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.3.2007 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband