Afsagnaróskir Sigurðar Kára

Það er alveg til fyrirmyndar hjá honum Sigurði Kára að telja þann kost vænstan að Siv segi af sér vegna ummæla henna á flokksþinginu um helgina. Alveg afbragð ef ekki má leyfa sér að flytja svona kjarnyrt innlegg á þeim vettvangi, eða ef út í það er farið opinberum vettvangi.

Ég held að það væri fínt ef Sigurður Kári sæi sér fært að setja saman svona leiðbeiningar (e. gidelines) varðandi atriði sem ættu að vera þess valdandi að fólk, sem gegnir opinberum ábyrgðarstöðum, segi af sér embætti. Þær reglur ættu þá auðvitað að ná yfir þingmennina því það eru opinberar ábyrgðarstöður held ég. Ætli hann myndi setja eitthvað inn sem næði yfir hans óhöpp í byrjun kjörtímabils?

Eða kannski hann bara fái sér vatnsglas, telji rólega upp í tíu og reyni svo að hugsa skýrt, svona til gamans.

Ég held það.


mbl.is Sigurður Kári telur að Siv eigi að segja af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, það er sérstök ástæða til að leggja eyrun við afstöðu þessa stjórnmálamanns.  Hann er semsagt á þeirri skoðun að þeir ráðherrar sem ætlast til að Sjálfstæðisflokkurinn standi við gerða sáttmála eigi umsvifalaust að segja af sér.  "Orð skulu standa" eða "samninga skal halda" er greinilega ekki ofarlega í huga þingmannsins.  Þetta hlýtur að vera lexía fyrir þá sem hyggja á samstarf við Sjálfstæðisflokkinn á næstunni.

he (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 08:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband