Þjóðlendumálin

Það er ljóst að áherslubreyting á kröfulýsingum í þjóðlendumálum hefur að einhverju leyti orðið. Fjármálaráðherra hefur seylst mun lengra í þeim kröfulýsingum heldur en til stóð þegar lögin um þjóðlendur voru sett á Alþingi á sínum tíma og keyrði eiginlega um þverbak við kröfugerð á síðasta svæðinu. Það er ljóst, í huga langflestra Framsóknarmanna, að flokkurinn verður að grípa inn í þetta ferli og leysa það á farsælan hátt fyrir kosningar nú í vor.  

Afstaða Framsóknarflokksins er ákaflega skýr varðandi þessi mál nú í framhaldinu og ef ekki næst stefnubreyting í þessum efnum án breytingu núverandi laga um þjóðlendur verður þeim breytt. Hlutirnir eru nú ekki flóknari en það.

Ég held það. 


mbl.is Þjóðlendumál ofarlega í huga framsóknarmanna á flokksþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hannes Bjarnason

Því skyldu sjálfstæðismenn þurfa að gera eitthvað annað en þeim sýnis einmitt nú?

Framsóknarmenn hafa í mörg kjörtimabil hangið í íhaldinu, hvað svo sem framsóknarmenn vilja meina um það má, það er bara staðreynd.

Hannes Bjarnason, 3.3.2007 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband