3.3.2007 | 16:08
Tunglið, tunglið taktu mig
Það er alltaf jafn áhugavert að skoða himintunglin, hvort heldur sem er í bókum eða beint upp í loftið, ef maður má orða það svo. Ég hef alltaf haft gaman af því að spá í og lesa um himingeiminn og skoða stjörnur og stjörnumerki.
Atvik eins og þessi tunglmyrkvi nú í kvöld er því sérlega áhugaverður en það neikvæða við þetta allt saman er auðvitað að það verður að teljast ákaflega ólíklegt að maður nái að sjá tunglmyrkvann vegna veðurs en samkvæmt blogsíðu esv verður alskýjað yfir öllu landinu í kvöld.
Frekar svekkjandi.
Almyrkvi á tungli í kvöld; sá fyrsti í þrjú ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ef þú hefðir verið heima hjá þér gamli minn...þá hefðir þú getað setið yfir House og horft þess á milli á tunglmyrkvann út um stofugluggann Það gerðum við mæðgur og biðum eftir að það varð alveg svart...voða sport!
En það birti sem sagt til að tunglið skein sínu bjartasta hér í gærkvöldi...þannig að ferðaglaðir framsóknarmenn misstu af öllum herlegheitunum
Anita (IP-tala skráð) 4.3.2007 kl. 14:37
já stjörnurnar eru stórkostlegar!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 4.3.2007 kl. 17:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.