Merkilegt

Ein þeirra tillagna, sem lá fyrir flokksþingi Framsóknarflokksins og hafði vakið þónokkra eftirtekt fyrirfram, var ályktun um nýja kosningalöggjöf.

Tillagan sem slík bar með sér gjörbreytingu á núverandi kosningalöggjöf. Helst ber þar að nefna að samkvæmt henni ætti að snúa aftur, að stórum hlluta, til fyrirkomulags sem var við lýði hér á landi á fyrrihluta síðustu aldar. Þar var um að ræða að annars vegar væru Alþingismenn kjörnir af landslista og hins vegar af kjördæmalistum. Megintilgangur tillögunar er að skapa meiri nálægð milli kjörinna fulltrúa og kjósenda og að tryggja samræmi milli kjörfylgis og fulltrúa á þingi.

Tillagan var rædd ítarlega og ýmsar skoðanir varðandi hana viðraðar en að lokum var ákveðið að vísa henni til frekari skoðunar í sérstakri nefnd. Sú nefnd væri að störfum nú í framhaldi flokksþingsins og því kæmi tillagan ekki til samþykktar nú. Þegar upp var staðið var ljóst að vegna þeirra miklu breytinga, sem tillagan felur í sér þarf að huga að frekari útfærslu hennar.

Það held ég.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hannes Bjarnason

Hvering væri að framsóknarflokkurinn kæmi því á stefnuskrá sína að afnema verðtryggingu, þá væri meira um talað en nýjar tillögur um kosningarlögjöf.

Það er bara rétt að framsóknarflokkurinn afnemi það sem þeir komu á í sinni tíð.

Hannes Bjarnason, 3.3.2007 kl. 22:33

2 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Það var samþykkt á flokksþinginu um helgina Hannes að verðtrygging yrði afnumin. Að mínu mati þarf að fara í þá aðgerð í ákaflega vel útfærðri aðgerð og að vel athuguðu máli. Það er ekki einfalt í meðferð.

Ragnar Bjarnason, 4.3.2007 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband