3.3.2007 | 12:56
Eru þeir undrandi greyin?
Það getur vel verið að Sjálfstæðismenn séu hálfundrandi á því að það sé gengið á eftir því við þá að þeir uppfylli stjórnarsáttmálann, ég ætla ekkert að rengja það. Þeim er einnig alveg fyllilega frjálst að hafa smá kurr í sínum hópi út í Magnús félagsmálaráðherra vegna hækkunar lánshlutfalls hjá Íbúðalánasjóðs. Ég græt það ekkert, sú aðgerð var í samræmi við téðan stjórnarsáttmála. Tímasetning umtals um stjórnarskrárbindingu aðlindaákvæðisins er eðlileg miðað við hvernig málið hefur unnist í stjórnarskrárnefnd, flóknara er það nú ekki. Síðan ræða Framsóknarmenn þetta á sínu flokksþingi, sem líka er í hæsta mála eðlilegt og þá segja menn hvað þeim finnst um málið. Nú er komið að því hjá Sjálfstæðisflokknum að standa við stjórnarsáttmálann, einfalt.
Svo mega þeir hoppa og húrra og kurra að vild ...... og standa við sitt.
Það held ég.
Núningur og kurr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:03 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.