Stjórnarsamstarfið, Siv og hótanir

Það verður að teljast ein af aðalfréttum flokksþingsins í dag hversu harðorð Siv Friðleifsdóttir var í garð samstarfsflokksins í ríkisstjórn. Siv flutti stutta tölu í almennum umræðum skömmu fyrir kaffi og setti í henni fram þá skoðun sína að stífni Sjálfstæðisflokksins varðandi stjórnarskrárbindingu auðlindaákvæðisins svokallaða, væri svik við stjórnarsáttmála flokkanna. Einhverjir hafa túlkað orð Sivar á þann veg að um hótun í garð samstarfsflokksins hafi verið að ræða og þá á þann hátt að ef ekki yrði staðið við stjórnarsáttmálann þá yrði ríkisstjórnarsamstarfinu slitið af hálfu Framsóknarflokksins. Fréttamenn hafa túlkað þetta sem hótun líkt og má sjá hér.

Ég ætla ekki að fara að hártoga hvernig beri að túlka ummæli Sivar en það er alveg ljóst að það er vilji flokksþingsfulltrúa að staðið verði við stjórnarsáttmálann og því fékk Siv góðan hljómgrunn fyrir máli sínu. Þetta er mál sem á að leiða til lykta í samræmi við títtnefndan stjórnarsáttmála og þetta er ekkert smámál að mati þorra fulltrúanna heldur er þetta mál þannig vaxið að margir geta vel hugsað sér að því verði haldið þannig að af verði stjórnarslit ef ekki úr rætist. Það er mál manna nú, að þó samstarfið hafi gengið vel og ágreiningsmál verið leyst innan dyra, þá sé ekki hægt að svæfa þetta og leyfa Sjálfstæðisflokknum að fara sinn veg í því.

Þá hafa fleiri mál verið nefnd til sögunnar í framhaldi stjórnarskrármálsins og jafnvel orðinu svikum af hálfu samstarfsflokksins hafa verið bætt í þá umræðu af nokkrum þingfulltrúum. Þar ætla ég til dæmis að nefna þjóðlendumálið.

Og það er hugur í mönnum, góð málefnavinna og menn algjörlega tilbúinir á kosningabaráttu komandi vikna. Ég skemmti mér stórvel að minnsta kosti.

Það held ég.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband