Öflugur Jón

Ég hvet alla til að lesa og kynna sér vel ræðu  Jóns, sem hann flutti á flokksþinginu nú fyrr í dag. Jón kemur inn á mjög svo umdeilt mál innan flokksins, sem Evrópumálin eru. Hann tekur skýrt á þeim málum og leggur þannig út frá þeim að ekki er hægt að fara í neinar grafgötur með þau mál. Það er ekki á stefnuskrá Framsóknarflokksins að ganga í Evrópusambandið á þessum tímapunkti. En Framsóknarflokkurinn telur það vera nauðsynlegt, hreint og beint skylda, að safna gögnum og upplýsingum þannig að ákvarðanataka um þetta mál í framtíðinni sé tekin á sem traustustum grunni. Þetta er málið í hnotskurn.

Jón kemur inn á marga þætti samfélagsins og stjórnmálanna í ræðu sinni og ætla ég ekki að hafa um ræðu hans mörg orð. Ég vil þó sérstaklega benda á þá aðgreiningu, sem Jón leggur fram. Að Framsóknarflokkurinn er afl sem stendur á sínum málum og sinni stefnu en ber það ekki á torg þó átök eigi sér stað. Þetta á auðvitað um ríkisstjórnarsamstarfið, það er ekki verið að hlaupa upp til handa og fóta þó ekki sé sátt á milli flokkanna heldur er reynt að leysa málin utan hringiðju fjölmiðlanna. Samt sem áður verðum við að gera okkur greinileg frá öðrum öflum í hinu pólitíska landslagi og umróti, sem nú á sér stað á leiksviði íslenskra stjórnmála.

Ég kann vel við þær áherslur, sem Jón lagði upp með í dag. Þetta er öflugt.

Það held ég.


mbl.is Jón Sigurðsson: eigum að taka ákvarðanir varðandi ESB aðild á eigin forsendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég bara kem ekki auga á neitt sem er öflugt við framsóknarflokkinn í dag.

Einu sinni kaus ég þennan flokk og hafði trú á honum. En síðan eru liðinn mörg ár, já mjög mörg ár... augu mín opnuðust fyrir þeirri spillingu sem Framsóknarflokkurinn hefur staðið fyrir í samtryggingunni og spillingunni í íslensku viðskiptalífi... og ef einhvertíman var einhver von um að það leyndist heiðarlegt fólk með hugsjónir sem leiddu flokkinn inn í framtíðina, þá slökknuðu þær vonir með framgöngu Framsóknarflokksins í sambandi við Íraksstríði, Kárahnjúka og undirgefnina við Sjálfsstæðisflokkinn... að ætla að reyna að þvo hendur sínar "korter fyrir kostningar" af þessum og fleiri málum og reyna að blekkja fólkið í landinu til liðs við sig, sýnir hvað Framsóknarmenn hafa litla trú á kjósendum þessa lands.

Gilbaugur

Gilbaugur (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband