Súlan aftur austur

Nú eiga eftir að verða tár hjá henni Salbjörgu minni. Það hefur verið fastur liður undanfarin misseri eða a.m.k. mánuði hjá henni að kveðja Súluna og veifa henni þegar við höfum verið að yfirgefa Akureyri á leið austur fyrir Vaðlaheiðina. Súlan hefur nefnilega legið lengi við bryggju beint fyrir framan gatnamótin neðan við Gilið. Hún kemur til með að sakna hennar sárlega og við Anita þurfum örugglega að svara ótalspurningum varðandi brotthvarf hennar næstu mánuðina í það minnsta.

Ég hugsa að ég sakni hennar hreinlega líka, mér hefur alltaf líkað vel við Súluna. Átti á sínum tíma skátengsl við hana ef svo mætti að orði komast.


mbl.is Súlan aftur til Síldarvinnslunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband