Dæmisaga dagsins

Tveir veiðimenn eru úti í skógi þegar annar þeirra hnígur niður. Hann virðist hættur að anda og augun í honum eru gljáandi. Hinn maðurinn tekur fram farsímann sinn og hringir í neyðarlínuna. Hann segir óðamála: "Vinur minn er dáinn! Hvað á ég að gera?" Starfsmaður neyðarlínunnar svarar: "Vertu rólegur, ég get hjálpað þér. Fyrst verðum við að vera vissir um að hann sé dáinn." Það er þögn um stund, síðan heyrist byssuskot. Veiðimaðurinn kemur aftur í símann og segir: "Ókei. Hvað svo?"

Þessi saga segir okkur það að við megum ekki segja hvað sem er hvenær sem er. Orðum fylgja ábyrgð og ef fólk ætlar að tjá sig hér í athugasemdir á síðuna mína verður það að hafa slíkt í huga. Ég vek athygli á því að ég eyði út athugasemdum sem ég tel ekki vera birtingarhæfar vegna orðræðu þeirra.

En höfum samt gaman af brandaranum hér að ofan, eftir því sem ég best veit þá er hann fyndnasti brandari í heimi samkvæmt breskum vísindamönnum.Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband