Merkilegt

Þetta eru fréttir í sjálfu sér , ég verð að segja það. Miðað við aðferðafræði þá sem liggur að baki þessarar skoðanakönnunar og þann fjölda sem þátt tók í henni sýnist manni að hún sýni sterka vísbendingu hvernig fylgisstaðan er í febrúar. Maður hefur samt í huga að tæplega 40% úrtaksins eru ekki með í útreikningum fylgisins.

Það hljóta að teljast þónokkur tíðindi að hinn stóri jafnaðarmannaflokkur, sem Samfylkingin var ætlað að vera við stofnun hennar hefur látið í minni pokann fyrir hinum minni sósíalíska VG flokki. Munurinn er ekki mikill en viriðist þó vera til staðar. Þarna er þá komin staðan í stjórnmálunum frá síðustu öld þegar Alþýðubandalagið var löngum stærra en Alþýðuflokkurinn.

Ég tel þetta vera nokkuð raunhæfa stöðu flokkanna í febrúar eins og áður sagði en það er langt í land og góður tími til kosninga fyrir þá sem rétta vilja sinn hlut, þar á meðal minn flokkur. Þó held ég að neikvæð áhrif landsfundar VG, sem ég hef rætt um hér áður á síðunni, séu ekki inni í þessari könnun og því tel ég óraunhæft að VG geti stólað á þetta fylgi í kosningunum í vor. Annað eins hefur nú gerst í stjórnmálunum á síðustu áratugum að þeir sem eru að fljúga ótrúlega hátt miðað við fyrri árangur missa dampinn á lokasprettinum og fá ekki nálægt eins góða kosningu og kannanir gáfu tilefni til að halda. Þarna getur maður til dæmis vísað í Alþýðuflokkinn í aðdraganda kosninga ´87 að mig minnir og eins kannanir sem Borgaraflokkurinn sálugi hafði fengið í sínum fyrstu kosningum en útkoman varð ekki eins góð þó að góð væri. Þá verður líka að horfa til þess að tæp 40% eins og áður sagði, eru ekki með í fylgisútreikningnum.

Þetta er raunhæf könnun sem gefur nokkuð raunhæfa mynd af fylgi flokkanna í febrúar að mínu mati þrátt fyrir alla varnagla sem maður slær við mat á könnunum og VG eru sigurvegarar hennar. Aðrir flokkar verða að teljast vera taparar hennar þó svo að fylgið virðist síga hægt upp á við hjá Framsóknarflokknum.

Margt á enn eftir að gerast, sjáum til. 


mbl.is VG með meira fylgi en Samfylking
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava frá Strandbergi

VG = vel grænt. Allt er vænt sem vel er grænt.

Svava frá Strandbergi , 1.3.2007 kl. 22:29

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

Landsfundurinn var stórkostlegur og ef hann er ekki inni í þessari könnun þá á fylgið við Vinstri græn enn eftir að aukast. Netlögguútúrsnúningurinn virkar samt ekki á fólk held ég. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 1.3.2007 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband