Stuðningur við vísinda- og þekkingarsamfélag

Ég hef áður lýst ánægju minni með ýmis konar styrkveitingar og geri það enn varðandi þessa styrkveitingu. Styrkveitingar af þessu tagi eru að mínu mati grundvöllur að því að meiri árangur náist á sviði vísinda og mennta. Við Íslendingar erum komnir á þá braut núna að það er að verða algengara að fyrirtæki veiti fjármagni inn í þennan geira í formi styrkja. Eins hefur það aukist á síðustu misserum að fyrirtæki kosti ákveðnar stöður innan skóla og er það liður að sama marki.

Betur má þó ef duga skal finnst mér. Stórfyrirtæki eiga að sýna samfélagslega ábyrgð á þann hátt að veita meira fjármagni inn í metnaðarfull verkefni á sviði vísinda, hvaða vísinda sem er.

Þó ég sé að endurtaka sjálfan mig þá verð ég að segja að þetta er til fyrirmyndar.


mbl.is Fjórtán doktorsnemar hljóta styrki úr Háskólasjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband