1.3.2007 | 10:41
Fornleifar og skráning þeirra
Það er nú þannig að um allt land eru fornleifar og minjar, sumt þess vert að skoða nánar, skrá og jafnvel varðveita. Það er allt saman hið besta mál því það er skylda okkar að umgangast sögu okkar af skynsemi og virðingu. Það hjálpar okkur til að skilja hver við erum og hvar uppruni okkar liggur.
Það sem er hins vegar ljóður á núverandi skipulagi málanna er kostnaðurinn sem er í þessu og er mikið til velt á sveitarfélög, sem hafa nú nóg fyrir. Það getur hlaupið á miljónum, jafnvel tugum miljóna fyrir sveitarfélag að skrá fornleifar í því. Dæmi eru til um að komið hafi verið niður á fornleifar við framkvæmdir og þá hafi snarlega verið mokað aftur yfir til að þurfa ekki að bera kostnaðinn af öllu umstanginu. Það sýnir okkur að núverandi skipulag nær ekki að uppfylla það sem við viljum.
Mér finnst eðlilegt að kostnaður við skráningu og umsýslu fornleifa sé hjá Fornleifastofnun Íslands sem og ábyrgð þess að skráning fornleifa fari fram í landinu. Ef menn ætla að hafa þessi mál í góðu horfi þá þarf þetta til.
Ætla má að um 20% af fornleifum í landinu hafi verið skráð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.