Búið að setja markmiðin ....

Og þá er bara eftir að finna leiðir til að ná markmiðunum. Þetta er svipað og í þjálfun íþrótta. Fyrrst þarf að setja sér raunhæf en metnaðarfull markmið og síðan er að finna og útfæra leiðir til að ná þessum sömu markmiðum. Þá geta komið til greina að fara ýmsar leiðir að sama markmiðinu og einnig gildir það að eftir því sem staðan er betri þá skipta smávægilegu hlutirnir meira máli þegar upp er staðið.

Markmiðin og stefnumörkunin til framtíðar varðandi losun gróðurhúsalofttegundir eru nýverið sett og virðast vera skýr. Ég á þó eftir að kynna mér það nákvæmar en ég hef haft tíma til, verð ég að játa. Einnig er búið að leggja grunndrög að því hvaða leiðir á að fara að til að ná þessum markmiðum og er það vel.

Það er ánægjulegt að heyra Stavros Dimas lýsa ánægju með nýja stefnu Íslands í loftlagsmálum og framkvæmd Kyoto bókunarinnar sem og að hann leggi áherslu á frumkvæði Íslendinga varðandi nýtingu jarðhita og vilja til að sú tækniþekking sem þar liggi að baki verði nýtt á heimsmælikvarða.

Það sem er framundan í þessum efnum er að leggja meiri kraft og metnað í að útfæra leiðirnar að markmiðunum og ná þannig viðunandi árangri í þessum efnum. Þar verða allir að leggjast á eitt, stjórnvöld, bæði ríkisvald og sveitarfélög, almenningur og vinnumarkaðurinn, þ.e.a.s. fyrirtækin í landinu. Tæknileg geta, kunnátta og þróun er lykillinn að því að við náum markmiðunum og þar getum við Íslendingar og eigum að vera í fararbroddi.


mbl.is Umhverfisráðherra ESB ánægður með árangur Íslands í loftslagsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband