Vatnajökulsþjóðgarður

Verkefnið um stofnun Vatnajökulsþjóðgarð er gríðarlega metnaðarfullt að mínu mati. Þar er verið að taka heildstætt á stóru landsvæði með markmið varðveislu í huga. Það hlýtur því að vera ljóst að allar ákvarðanir um vegi á svæðinu, gerð þeirra þar á meðal, verður að falla að heildarmynd þjóðgarðsins. Ég trúi ekki öðru en að svo verði gert og á þann hátt unnið eftir þeirri sýn, sem þjóðgarðurinn grundvallast á.

Vatnajökulsþjóðgarður verður síðan að standa undir nafni þegar á fót er kominn og því verða menn að gera sér grein fyrir því strax í byrjun að til að gera þetta almennilega þarf að vera til staðar fjármagn. Það kostar nefnilega alveg helling að halda þessu batteríi gangandi þegar þetta verður að veruleika.

í Framhaldi þess er ekki úr vegi að menn fari að velta fyrir sér í alvörunni hvort hluta þess fjármagns eigi að afla með gjaldtöku af ferðamönnum og þá hvernig skuli staðið að henni. Það á einnig við um aðra ferðamannastaði á landinu.


mbl.is Vegir raski ekki landslagi í Vatnajökulsþjóðgarði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hvernig ætli þetta sé annarsstaðar.  Það er góð spurning hvernig eigi að standa að þessu.  Ég hef flakkað um Mexícó, og þar þurfti maður að borga til að fara inn á verndarsvæði indíjána, og pýramídana.  En það hlýtur að fara að verða spurning um gjaldtöku eða einhverskonar takmörkun á helstu svæðum í okkar viðkvæma landi.  Þessi umræða er í gangi varðandi Hornstrandir til dæmis, þar sem ferðamannastraumur hefur margfaldast á þeim slóðum undanfarin ár. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.2.2007 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband