Áhugavert

Mér finnst við þurfa að leggja meira til rannsókna í einmitt þessum geira, umhverfismálum og orkumálum en þessir málaflokkar eru að mínu mati nátengdir í gegnum það svið að nýta og njóta. Ef við ætlum að ná verulegum árangri varðandi útblástur CO2 þá þarf öflugar rannsóknir á nýjum leiðum og þar getum við Íslendingar verið í fararbroddi. Rannsóknir í þessa veru þurfa að ná yfir allt mengunarsviðið en ekki einungis afmarkaða þætti þess. Síðan þarf einnig að fylgja því eftir sem rannsóknirnar skila. Mér fannst til dæmis áhugaverð lesning í Morgunblaðinu í fyrradag held ég, þar sem valdir menn voru fengnir til að koma með raunhæfar tillögur í þessa átt. (Greinin varðandi nýja gerð steypu og útreikningana varðandi meiri notkun tvinnbíla).
mbl.is 95 sóttu um styrki úr Umhverfis- og orkurannsóknasjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband