Níðingsskapur og heigulsháttur

Aldrei hefur manni þótt mikið til svona athafna koma, að ganga erinda níðingsskapar verður maður eiginlega að segja, í skjóli nafnleyndar. Ekki gerir það hlutina skárri að bréfið virðist jafnvel skrifað af lögfræðingi eða lögfróðum aðila. En hvort ætli bréfinu sé ætlað að hafa áhrif til sýknu eða sektar? Ég tel ákveðna áhættu vera á því að þetta hafi einhver áhrif á framgang mála þó svo að það ætti ekki að gera það.

Þegar upp er staðið finnst manni það vera alveg á hreinu að svona lagað á ekki að koma fram nafnlaust, ef það kemur fram á annað borð. Þetta er alveg fyrir neðan allar hellur en kannski bara í stíl við þennan farsa allan.


mbl.is Óskar eftir fundi vegna nafnlauss bréfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek hér undir hvert orð.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.2.2007 kl. 09:48

2 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Ég verð að taka þá aðila sem hafa fengið bréfið en fleiri en einn hafa tjáð sig um að það sé ritað af lögfræðingi eða lögfróðum aðila Arndís. Þar á meðal Eiríkur Tómasson, sem ég hef miklar mætur á verð ég að játa. Þannig að ég dreg engar ályktanir sjálfur, tek orð annarra trúanleg. Það má svo sem setja spurningarmerki við það.

Ragnar Bjarnason, 23.2.2007 kl. 10:04

3 Smámynd: Grímur Kjartansson

Það er staðreynd að gerðar hafa verið meiri kröfur fyrir dómstólum til ákæruatriða í Baugsmálinu en nokkru öðru íslensku dómsmáli. Bréfritari þessa bréfs finnst það merkilegt og reynir að finna einhverjar skýringar og grúskar þá helst í hvernig dómarar hafa dæmt (Man einhver eftir bókinni Pelican brief) . Á hinn bóginn hefur ákæruvaldið lagt meira í þetta mál en önnur og því má spyrja hvort ekki eigi að gera meiri kröfur?  Eða eiga allir að vera jafn  réttlágir fyrir ákæruvaldinu.

Bréfið er m.a. að finna á  http://www.visir.is/assets/pdf/XZ196223.PDF

Grímur Kjartansson, 23.2.2007 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband