Menningargildi sagnaarfs okkar

Stór rós í hnappagat Strandagaldurs að fá þessi verðlaun. Strandagaldurinn er ágætt dæmi um menningartengda ferðaþjónustu, sem maður vildi sjá meira af gert á Íslandi. Hefur þó þessi grein ferðaþjónustunnar verið í mikilli uppsveiflu undanfarin ár og má merkja það á ýmsu, sem gert hefur verið víða um land. þetta er sproti, sem þarf að hlúa vel að á næstu árum og nýta þannig til eflingar ferðaþjónustu um allt land.

En eins og áður sagði er Strandagaldur vel að þessum verðlaunum kominn og óska ég hlutaðeigandi til hamingju með árangurinn með þeirri ósk meðfylgjandi að galdrar eigi eftir að magnast um ókomin ár hjá Strandagaldri.


mbl.is Strandagaldur hlaut Eyrarrósina 2007
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég segi sama.  Kom þarna við í fyrra og fannst mikið til koma.  Fyrir nú utan vörpulega menn sem standa að þessu.  Þeir eru vel að eyrarrósinni komnir Strandamenn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.2.2007 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband