Var þetta ekki allaf vitað?

Nú er komið á hreint að ekki verður af sameiginlegu framboði aldraðra og öryrkja í Alþingiskosningunum í vor, eða er það ekki? Þó svo að stefnuskrá sé tilbúin af hálfu Átakshóps öryrkja verður þá ekki að teljast líklegt að ekki verði af frekara samstarfi milli þessara tveggja fylkinga?

Mér sýndist frá byrjun vera um að ræða einhvers konar "pot" nokkurra einstaklinga og tilraunir til að koma sjálfum sér eitthvað á framfæri. Held að það sé ekki og hafi aldrei verið einhver breiðfylking innan raða aldraðra eða öryrkja um að vinna að sérframboði þessara hópa.

Nú vil ég taka það skýrt fram að ég tel ýmislegt, sem sett hefur verið fram í ferli málsins, þarfnast úrbótar við. Það er ljóst að meira þarf að gera fyrir tekjulægstu einstaklingana í hvorum flokki fyrir sig en ekki endilega báða hópana í heild sinni.

Annað sem ég tók eftir í þessari stuttu grein var skot Arnþórs á starf Öryrkjabandalagsins í dag eða ætti maður að segja sofandahátt þess varðandi kjör öryrkja að hans mati. Virðist vera smá kergja í honum ennþá frá því að honum var gert að hætta störfum fyrir ÖBÍ.


mbl.is Viðræðum um framboð aldraðra og öryrkja slitið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband