Þeir er vinna bara verkin sín

Fyrir einhverjum mánuðum síðan, líklega nálægt einu og hálfu ári, varð ég fyrir því óláni að lenda inni á FSA vegna slyss, sem leiddi af sér veikindi. Þar lá ég í hartnær mánuð á meðan meðferð stóð. Ólíkt kannski mörgum þá upplifði ég góða tíma á sjúkrahúsinu, a.m.k. þann tíma, sem ég man eftir. Ég áttaði mig á því fljótlega að það var vegna framkomu og gjörða starfsfólks á þeirri deild sem ég var gestur á (L 2). Fyrir framgöngu sína og fagmennsku á allt starfsfólk, allt frá ræstitæknum til lækna, á allt þetta starfsfólk skildar mínar bestu þakkir. Það líður varla sá dagur að ég minnist þessa fólks ekki með hlýhug og þakklæti. Þetta fólk sinnti manni á þann hátt að manni fannst það vera langt umfram það sem til væri ætlast af því. Seint verður fullþakkað af minni hálfu í það minnsta.

Minn versti tími var eina nóttina þegar ég var það þjakaður af verkjum að ég grét. Það var svo ekki vegna minna verkja sem mér leið verst útaf heldur var það vegna vanlíðunar hennar yfir því að geta ekki linað mína verki sem mér leið eiginlega verst yfir. Ég hugsa oft til þessarar konu með ríku þakklæti í huga.

Ég set þetta aðallega á blað (vefinn) til að við munum að vera þakklát og minnumst þeirra sem láta gott af sér leiða í okkar daglega amstri. Það vill nefnilega stundum verða svo að auðvelda leiðin sé farin, að benda á það neikvæða, en það jákvæða sem er svo sjálfsagt en samt ekki, er látið liggja á milli hluta.

Það eru nefnilega svo margir sem vinna ekki bara verkin sín, heldur svo miklu, miklu meira.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fallega skrifað Ragnar!

Smafélagið er allt of upptekið af því hver á mesta peninga, hver græðir mest, hver er mesti glæpamaðurinn og þar fram eftir götunum.

Það er í frásögur færandi ef að einhver vinnur störf sín að alhug og natni, og fær þakkir fyrir það á öldum ljósvakans.

Þjóðfélagið virðist þróast í þá átt að það er mikilvægara hvað einstaklingar gera (og gæða) en hverjir þeir eru.

Það er miður.

Hannes (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband