14.2.2007 | 15:43
Leysir það vandann ?
Gamla tuggan um að ekki hafi fylgt fjármagn með grunnskólunum við flutining þeirra til sveitarfélaganna er lífseig. Fjármagn er auðvitað hluti af þessu en vandinn er miklu meiri og dýpri en það.
Sveitarfélögin hafa í heildina séð staðið sig vel í málefnum grunnskólans síðan þau fengu forræði þeirra mála á sína könnu. Ég fullyrði að bylting hefur átt sér stað í málefnum grunnskólans og gríðarleg þróun hefur orðið þar innandyra á þessu tímabili, sem sveitarfélögin hafa stutt vel við.
Varðandi skiptingu tekna á milli ríkis og sveitarfélaga er það grundvallarmál að sveitarfélögin fái "sinn hlut" af fjármagnstekjuskatti, sem rennur nú óskiptur til ríkisins. Þorvaldur Jóhannsson, framkvæmdastjóri SSA, gerði þessu góð skil bæði í svæðisútvarpi austurlands sem og í fréttatíma útvarps nú ekki alls fyrir löngu.
Ríkisstjórn hvött til að beita sér í kennaradeilu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvernig stendur á því að þú Ragnar, sem ert mikill framsóknarmaður, bloggar á bloggsíður Morgunblaðsins?
Annars er þetta ágætis framtak hjá þér, og skrifaðu gjarnan meir um hverdaginn hjá fjölskyldunni.
Hannes Sterki
Hannes (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 17:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.