14.2.2007 | 15:26
Góð ályktun
Mér fellur ákaflega vel eftirfarandi ályktun Félags ungra Framsóknarmanna í Skagafirði. Sérstaklega er seinni hluti ályktunarinnar vel fram settur.
"Aðalfundur Félags ungra Framsóknarmanna í Skagafirði telur að Framsóknarflokkinn eigi ekki að fara í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum að afloknum Alþingiskosningum í vor. Það væri ekki pólitíkst rétt að fara fjórða kjörtímabilið í röð með sjálfstæðisflokknum í stjórn. En að liðnum 12 árum hlýtur Framsóknarflokkurinn að endurmeta markmiðin með stjórnarsamstarfi. Þrátt fyrir allan þann árangur sem náðst hefur, steðja vandamál að íslensku samfélagi. Stærstu verkefni næstu ára eru í velferðarmálum og teljum við að Sjálfstæðisflokkinn hafi ekki þann áhuga sem þarf til að takast á við þau verkefni" (Tekið af vef FUF í Skagafirði, http://www.blog.central.is/framsokn )
Ég óska frænku minni, Guðrúnu Sif, til hamingju með að standa að þessu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.