Færsluflokkur: Enski boltinn

Ég er alveg til í að hann framlengi samninginn. Hann er búinn að vera alveg ágætur greyið sem er nú smá breyting því flestir okkar markmenn undanfarið hafa verið mis mistækir verður maður að segja. Eiginlega alveg frá tíma Grobbelar sem var nú ekki alveg saklaus sjálfur í þeim efnum.


mbl.is Reina vill framlengja við Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snilld

Nú voru Arsenal menn teknir algjörlega í bakaríið. Þrátt fyrir að hafa laumað inn einu marki og lekið boltanum í stöngina eins og tvisvar sinnum þá var þetta aldrei spurning.

Crouch með þrennu og hvert markið öðru betra. Besti maður vallarins.

Svo sá maður Gerrard í nýrri stöðu sem framherja.

Frábær leikur.


mbl.is Crouch með þrennu í 4:1 sigri Liverpool á Arsenal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alveg magnað

Heldur betur gaman að þessu. Gríðarleg viðurkenning fyrir Gerrard.
mbl.is Drottningin heiðraði Steven Gerrard
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sylvía Nótt enska boltans

Þessi annars ágæti framkvæmdastjóri hefur það yfirbragð, sem títtnefnd Silvía Nótt hefur þrifist á en það er hroki (e.arrogance).  Ekki þannig að skilja að þessar yfirlýsingar séu eitthvað út úr kú þannig séð hjá honum. Þetta flokkast sem þetta hefðbundna sálfræðistríð, sem viðgengist hefur milli sumra framkvæmdastjóra í enska boltanum og þá helst Ferguson og Wenger síðustu árin. Þar inn í hefur José blandað sér allrækilega síðan hann kom til Englands.

Í upphafi voru menn almennt hrifnir af honum, þar á meðal ég. Hann kom með ferska vinda með sér, sagði hluti hreint út og virtist segja allt sem honum lá á hjarta. Í upphafi fékk hann virðingu út á þetta og stóð alltaf undir nafni með þetta. En þegar á leið birtist meir og meir hjá honum sem þeir ensku túlkuðu sem hroka og einhvernveginn varð breyting hjá honum í þá áttina þegar á leið. Kannski vegna atgangs fjölmiðla og umhverfisins og að þessi leið væri einlæg túlkun hans. En þegar upp er staðið hefur hann fallið í það kram hjá þeim ensku að sýna af sér mikinn hroka í viðtölum.

Síðan geta menn séð að sumt af þessu á við einhver rök að styðjast en annað ekki. Man. Utd. hefur ekki sloppið við meiðsli í vetur eins og hann segir. Hans umgjörð gerir Chelsea veikara fyrir svoleiðis áföllum vegna þess að hann vill hafa minni hóp en margur annar stjórnandi toppliða. Skot hans á Arsenal á að hluta til rétt á sér því Wenger hefur það eðli að leita eftir ungum leikmönnum í stað þess að kaupa þá sem eru á toppnum hverju sinni. Þar hefur fjárhagurinn nokkuð að segja en einnig hans eðli. Þessi þrjú lið eru topplið og þessi skot JM eru ekki óeðlileg miðað við það sem á undan er gengið. Þetta er sálfræðileg nálgun hlutanna sem á sér einhverjar stoðir en er ekki heilagur sannleikur. Þetta fær menn til að staldra við, með hjálp fjölmiðla, og eyða orku í að bera af sér blak og jafnvel taka um borð það sem rétt er í þessu. Og þá er tilganginum náð.


mbl.is Mourinho gagnrýnir Arsenal og Manchester United
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikið að gerast útaf engu

Alveg bráðsniðugir leikmennirnir hjá Arsenal og Chelsea í dag. Vaða beint í hópslagsmál útaf engu þannig séð. Svo kom Kolo Toure í viðtal hjá SKY eftir leik og sagðist ekki skilja af hverju hann hefði fengið rautt og þaðan af síður af hverju Adebayor fékk að sjá sama litinn. Ekki var það lítill og þröngur völlur í þetta skiptið sem ollu brottrekstrunum var það nokkuð?

En svo er auðvitað seinasta hálmstráið að segja að dómarinn hafi verið allt of lengi að vísa þeim útaf. En ég meina, hann þurfti nú að skilja allt liðið í sundur fyrst.


mbl.is Wenger: Við misstum stjórn á okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband