Færsluflokkur: Bækur
7.4.2007 | 19:58
Nýjustu bækurnar í hillunni
Ég lét verða af því seinnipartinn í gær að kaupa tvær nýjar bækur. Ekki það að ég hafi ekki nóg að lesa, ég er bara búinn að bíða nokkurn tíma eftir þessum. Um er að ræða hina nýju "Búkollu", byggðir og bú Suður-Þingeyjarsýslu í tveimur bindum.
Fékk sölumann í heimsókn í gær og keypti af honum áður en hann hafði tíma til að bjóða mér hana til sölu.
Gluggaði síðan í bindin í gærkvöldi með hléum og er bara nokkuð hrifinn verð ég að segja. Ég hef gaman af því að lesa svona bækur, þær eru svo fræðandi um margt, bæði búsakparsögu og ekki síður fólk.
Annars er það að frétta af lestri mínum að ég er rétt í þann mund að klára að lesa ljóðmæli Jóns Arasonar og finnst hún mjög góð. Sérstaklega söguritunin sem fylgir með ljóðunum.
Það held ég.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.3.2007 | 21:26
Bókaormur
Þá er komið að því að gefa það endanlega út og viðurkenna í leiðinni fyrir sjálfum sér að maður er bókaormur, og það meira að segja harðsvíraður held ég að ég verði að segja.
Ég þurfti að réttlæta fyrir sjálfum mér fyrir og um helgina þessar bækur sem voru hér og þar um húsið. Þær voru á og í borðum, hálfar út úr hillum og lágu ofná öðrum bókum þar og svona hér og þar satt best að segja.
Ég held ég hafi komist að því að ég er að lesa hátt í tuttugu bækur nú í einu en sú fyrsta sem ég er byrjaður á en á ólokið hóf ég lestur á fyrir einum þremur árum rúmum. Það kennir ýmissa grasa í þessum bókafjölda og kem ég sjálfum mér nokkuð á óvart með vali mínu en bækurnar eru eftirfarandi ef einhver hefur áhuga á að vita það:
Ísland í aldanna rás, bæði 19. og 20. öldin, Samfélagssáttmálinn, Saga Laugaskóla, Byggðasaga Skagafjarðar-III. bindi, Ritsafn Snorra Sturlusonar-I bindi, Landneminn mikli-ævisaga Stephans G., Axarsköft-ljóð Jóa í Stapa, Íslenska stjórnkerfið, Catechism of the catholic church, The rule of Benedict, Jón Arason biskup-Ljóðmæli, Áhrif mín á mannkynssöguna, Skírnir-180.ár-haust, Framtíð jarðar, Mótmæli með þáttöku.
Úff, ég þarf að fara að koma því í verk að klára að lesa þessar. Ég hef mér til málsbótar að hafa þó klárað að lesa nokkrar aðrar. Það er bara svo gaman að glugga aðeins í þær og svo er mismunandi eftir dögum hvað maður nennir að lesa. En svona getur maður verið eitthvað út úr heiminum stundum eða ætti maður að segja í eigin heimi.
Það held ég.
Bækur | Breytt s.d. kl. 21:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)