19.4.2007 | 13:16
Hinn dagfarsprúði ég
Ég varð sem sagt hálf pirraður á ástandinu en.... húsið er hreint.
ps. þessi færsla átti auðvitað að fara inn í gær en gat það ekki vegna vandamálanna. Sjáum hvernig dagurinn í dag verður.
19.4.2007 | 13:12
Gleðilegt sumar
Ég óska öllum gleðilegs sumars og megi það vera öllum ánægjulegt. Þetta hefur alltaf verið hátíðardagur hjá mér og minni fjölskyldu og það hefur ekkert breyst í áranna rás.
Vetur og sumar frusu hraustlega saman hér í Reykjadalnum og þá trúir maður því auðvitað að sumarið eigi eftir að vera gott.
![]() |
Sumardagurinn fyrsti í garðinum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.4.2007 | 23:12
Flugvallarmálið
Það er ekki úr vegi að anda djúpt að sér, jafnvel telja hægt upp í tíu og ef menn eru eitthvað í ætt við Andrés Önd þá geta menn prufað að standa aðeins á höfði. Flugvallarmálið er nokkuð stórt mál og mikilvægt og vandmeðfarið. Því er mjög mikilvægt að nálgast það af fagmennsku og rólyndi en jafnframt um leið af festu. Mér sýnist svo vera að búið sé að ákveða að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýrinni og þá er spurningin hver hann fari fyrst og síðan hvenær. Læt hér fylgja með fyrsta hluta leiðara Fréttablaðsins í dag.
"Reykjavíkurflugvöllur fer burt úr Vatnsmýrinni. Hvorki þarf að eyða orðum né orku í að efast um þá framtíðarsýn. Síðasti naglinn í kistu vallarins var rekinn fyrir löngu þótt formlega liggi ekkert enn fyrir um endalok hans. Auðvitað fyrirfinnast þó einhverjir sem neita að horfast í augu við þá staðreynd að lega vallarins er eins og fleinn í hjarta borgarinnar. En jafnvel fyrir þá þrákálfa hljóta niðurstöður samráðshóps samgönguráðherra og borgarstjóra um þjóðhagslega hagkvæmni þess að flytja flugvöllinn að vera síðustu rekurnar sem kastað er. "
Ég get ekki betur séð en að tiltölulega stutt tilfærsla flugvallarins frá Vatnsmýrinni á Löngusker. Höfuðborgin fær dýrmætt byggingarland og landsbyggðin fær ekki mikið síðri (ef nokkuð) aðgang að höfuðborgarsvæðinu á nýjum flugvallarstað. Samkvæmt leiðaranum þarf ekki að velkjast neitt í vafa um þetta lengur. Þá er bara að leggjast í rannsóknir á þeim kostum sem í boði eru en ég sé ekki að tilfærsla innanlandsflugs til Keflavíkur sé raunhæf fyrir landsbyggðina eins og ég tel færslu á Löngusker vera.
Og umfram allt skulum við ekki gera flugvallarmálið að kosningamáli nú í vor, þar á það ekki heima finnst mér.
![]() |
Reykjavíkurflugvöllur sagður vera á mjög góðum stað frá sjónarhóli flugsamgangna og flugrekenda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.4.2007 | 18:18
Stóra vandamálið
Hér er ágætis innlegg í umræðuna um forvarnir gegn þeirri miklu vá sem fíkniefnin eru. Það er aðeins komið inná gildi og árangur fræðsluherferða og hvað sé til ráða. Stutt er þetta en nokkrir punktar sem hægt er að sjá sem nýja og ræða sem slíka.
Þetta er eingungis dropi í hafið varðandi þessi mál en samt þess vert að renna augum yfir finnst mér.
17.4.2007 | 22:39
Sótt að Brown
Nú sækja íhaldsmenn hart að Gordon Brown í aðdraganda embættistöku hans sem formanns Verkamannaflokksins. Undanfarna daga hafa þeir verið að grafa upp tíu ára gamalt mál varðandi skattabreytingu á ellilífeyri. Hann hefur varist af fullri hörku en mátti þó þola það nú í dag að borin var fram vantrauststillaga honum á hendur í breska þinginu.
Eins og við var að búast fylktu liðsmenn Verkamannaflokksins sér að baki Browns, jafnvel hans hatrömmustu andstæðingar innan flokksins. Skýrendur telja þetta ekki hafa mikil áhrif en sýni þó að vel verði að honum sótt á næstu mánuðum af andstæðingum.
Því má svo við bæta í lokin að hans helsti keppinautur um formannsstöðuna gaf það út í dag að hann hygðist ekki sækjast eftir þeim starfa.
17.4.2007 | 20:05
Alveg magnað
Þeir aðilar sem staðið hafa í þessum aðgerðum í dag sem og undirbúningi fyrir verkefnið í dag eiga miklar þakkir skildar fyrir gott verk.
Það er verulega ánægjulegt að sjá þetta björgunarverkefni takast með svo góðum hætti sem raun ber vitni.
Verulega ánægjulegt svo ekki sé meira sagt.
![]() |
Wilson Muuga stefnir til Hafnarfjarðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.4.2007 | 20:02
Ánægjulegar fréttir
Gaman að sjá að menn falla ekki alltaf fyrir peningum og eru tilbúnir til að vinna áfram að því verkefni sem byrjað var á þrátt fyrir gylliboð annars staðar frá.
Ekki það að hann sé á nokkru flæðiskeri staddur fjárhagslega séð er maður eiginlega viss um.
![]() |
Benítez hafnaði boði frá Real Madrid |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.4.2007 | 16:54
Það að vinna saman
Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að menn nái betri árangri ef unnið er saman til að ná lengra a.m.k. svo lengi sem markmiðin séu sameiginleg. Þetta á ekki hvað síst við um landsbyggðina en ég held að það sé ein af grundvallarforsendum þróunar búsetu á landsbyggðinni að aðilar þar vinni saman að eflingu byggðar og starfsumhverfis.
Stundum sér maður einstaka hluti sem verða til þess að maður spyr sig, af hverju var ekki unnið saman hér?
Ég er ákrifandi að starfatorgi en þar eru auglýst öll laus störf á vegum ríkisins og þar sá ég nýjasta dæmið um ofangreint. FL auglýsir eftir sálfræðikennara í hálfa stöðu þann 28. mars síðastliðinn og FSH auglýsir sömuleiðis eftir sálfræðikennara í hálfa stöðu þann 4. apríl síðastliðinn. Hefði ekki verið hægt fyrir þessa tvo skóla að auglýsa sameiginlega eftir sálfræðikennara í heila stöðu og reyna þannig að fá kennara saman en ólíklegt verður að teljast að kennari komi á annan hvorn staðinn fyrir hálfa stöðu.
Kannski er þetta bara einfalt nöldur í manni.
17.4.2007 | 12:50
Gott framtak
Bændablaðið hefur verið eitt besta blaðið á landinu undanfarin misseri að mínu mati þannig að ég er ákaflega ánægður með þetta framtak.
Málgagn bænda og landsbyggðar.
![]() |
Bændablaðið opnar nýjan fréttavef |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.4.2007 | 11:29
Góð stöð
Þetta er góð fréttastöð sem er einnig ákveðið mótvægi við fréttaflutning annarra miðla eins og þeir auglýstu sig áður en útsendingar á ensku hófust.
Heimasíðan hjá þeim er líka þess virði að skoða hana ef menn hafa áhuga á fréttum frá umheiminum yfirleitt.
![]() |
Mikið áhorf á Al-Jazeera í Evrópu og Asíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |