22.4.2007 | 11:55
Bara eitt í þessu tilefni
Ég er hlynntur því að þjóðaratkvæðagreiðslur eigi sér stað í vissum tilvikum en ekki í of mörgum málum. Ef slíkt yrði uppi á teningnum held ég að kosningarétturinn geti rýrst um of. Mér finnst varpa ágætu ljósi á þetta atriði kaflinn um beint lýðræði í bók Gunnars Helga Kristinssonar, Íslenska stjórnkerfið (bls. 27, annars er bókin í heild sinni góð lesning).
Annars dettur manni í hug að mikilvægustu lögin sem samþykkt eru á hverju þingi séu fjárlögin og ætti þá ekki að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um þau hverju sinni. Heldur yrði útfærsla þess flókin er maður hræddur um.
Þetta er fín lína og um að gera að ræða það af alvöru og án fordóma en þá þarf líka að taka alla anga þess inn í þá umræðu.
![]() |
Hvenær á þjóðin að kjósa? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.4.2007 | 13:15
Og Einstein hafði rétt fyrir sér
21.4.2007 | 11:10
Ekki farið varhluta af því
Alveg hefur maður orðið var við þessa snjókomu í nótt og dag. Það hefur snjóað ótrúlega mikið á ekki lengri tíma, eiginlega allt á kafi.
Svo var maður það bjartsýnn í gær að sumardekkin fóru undir. Þá var auðvitað talað um það á verkstæðinu að ég væri sá sem ætti að setja nagladekkin undir á vorin og sumardekkin undir á haustin til að redda veðrinu.
En þrátt fyrir snjóinn er veðrið milt og gott.
![]() |
Rigning, slydda og snjókoma á landinu í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.4.2007 | 09:38
Einn léttur
Hér kemur einn léttur í tilefni snjóþyngslanna í dag.
Á landsfundi Samfylkingarinnar á dögunum heyrðist hátt og skýrt frá einum frambjóðandanum af sviðinu þegar þeir voru kallaðir þar upp: Samfylkingin er svarið. Þá mun hafa heyrst í Jóni Baldvin sem staddur var nærri sviðinu: ef Samfylkingin er svarið þá hefur spurningin verið út í hött.
Þessi er eins og Árna Johnsen brandarinn tekinn úr gulu bókinni og uppfærður til raunveruleika dagsins.
20.4.2007 | 21:14
Víðar en á Íslandi
20.4.2007 | 12:47
Áhyggjur landsbyggðarinnar
Ég held að landsbyggðarfólk og aðrir sem vilja byggja upp búsetu á landsbyggðinni, á hvaða hátt sem er, þurfi að hafa meiri áhyggjur af eftirfarandi viðhorfum heldur en tilfærslu flugvallarins um nokkra kílómetra innan höfuðborgarinnar.
Íslendingar eiga að búa á höfuðborgarsvæðinu. Það er ódýrast og hagkvæmast. Við þurfum ekki lengur verstöðvar við ströndina. Fiskurinn er verkaður um borð eða settur á fiskmarkaði við Faxaflóa. Það er dauðadómur yfir stofnun að senda hana út á land, samanber Byggðastofnun á Króknum og Landmælingar á Akranesi. Ekkert vit er í að hafa háskóla úti um allar trissur. Þar myndast ekki akademískt andrúmsloft. Enda helzt fólk ekki við í plássum án þess að væla um skort á álveri, olíuhreinsistöð, háskóla og svo framvegis, allt á kostnað ríkisins. Ódýrara er að flytja fólkið suður. Hér er nóg pláss fyrir alla.
Þetta innslag er tekið af vefnum http://jonas.is/ og sjálfsagt flestir búnir að sjá þetta. Þarna er í raun slegið á allt sem menn vilja viðhafa til uppbyggingar og styrkingar búsetu í landinu öllu og öllum stefnt á suðvestur hornið. Hugnast mér ekki og getur ekki verið heilli þjóð hollt.
20.4.2007 | 10:57
Ég hef áhuga
Annars held ég að dallurinn sé í stærsta lagi fyrir tjörnina hérna og kannski ekki mikil eftirspurn eftir flutningum á henni. Hugsanlega gæti maður breytt Muuga greyinu í túristafley.
Annars væri nú ágætt ef hægt væri að koma skipinu í þokkalegt verð svona úr því sem komið er.
![]() |
Áhugi á Wilson Muuga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.4.2007 | 21:46
Þetta er ég ánægður með
19.4.2007 | 19:56
Svei mér þá
Ég lagði það á mig að horfa á norræna þáttin í gærkvöldi í dagskrárlok til að sjá endanlegu útgáfu lagsins. Svei mér þá ef það er ekki bara betra með enska textann en í upphafi fannst mér textinn vera að draga lagið niður.
Það hefur í það minnsta ekki versnað.
![]() |
Eiríkur Hauksson tekur lagið og veitir eiginhandaráritanir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.4.2007 | 15:27