25.4.2007 | 11:09
Getur það verið?
Þetta er nú eitthvað sem maður verður að kynna sér nánar. Getur það verið að áfengislöggjöf okkar Íslendinga sé svona góð miðað við aðrar þjóðir í heiminum og þá hvernig. Ætli það sé þá nokkuð þörf á því að gera róttækar breytingar á þessari löggjöf?
Athyglisvert mál.
![]() |
Almenn áfengislöggjöf ein sú besta hér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.4.2007 | 00:13
Ágætur leikur
Leikur kvöldsins í meistaradeildinni var ágæt skemmtun og fimm mörk í undanúrslitaleik er alls ekki svo slæmt. Gott fyrir Manchester að vinna en spurning hvort þetta sé nægt forskot sem og það að fá á sig tvö mörk á heimavelli sínum.
Annars held ég með Man. Utd. í þessari rimmu því ég vil alveg endilega sjá tvö ensk lið í úrslitum meistaradeildarinnar, þó ekki væri annað.
![]() |
Ferguson: Gáfumst aldrei upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2007 | 20:40
Kaupfélag Skagfirðinga
Það var í fréttum núna í gær held ég að Kaupfélag Skagfirðinga hafi skilað hagnaði sem aldrei fyrr á síðasta rekstrarári og er það vel. Kaupfélagið stendur sterkum fótum og er kjölfesta atvinnulífs í Skagafirði ásamt því að styrkja ýmsar hliðar mannlífs þar.
Ég hef áður talað hér um "sáttmála til sóknar", þar sem skólastarf í Skagafirði er styrkt myndarlega af KS. Það nýjasta sem ég hef upplýsingar um er að KS hafi styrkt starf Félags eldri borgara í Skagafirði um einar tíu milljónir nú um helgina. Það er ekki annað hægt en að hrósa Kaupfélaginu fyrir hve vel það leggur til samfélagsins.
Vel gert KS og til hamingju með styrkinn Félag eldri borgara í Skagafirði.
24.4.2007 | 19:00
Menntakerfið okkar
Undanfarna mánuði hefur verið í gangi vinna við endurskoðun á menntakerfi okkar Íslendinga á grundvelli hins svokallaða tíu punkta samkomulags KÍ og menntamálaráðuneytisins. Í dag er síðan frétt á RÚV um afurð vinnunnar og verð ég að segja að það er ákaflega athyglisverð frétt.
Það er ekki síður athyglisverð lesning sú skýrsla sem starfshópurinn skilar af sér og fylgigögn hennar. Í framhaldinu væri óskandi að allir málsaðilar gætu komið sér saman um framhaldið á grundvelli þessarar vinnu og náð þannig að færa menntakerfið aðeins fram á við og upp úr því hjólfari sem það hefur á köflum verið.
Of miklum tíma hefur verið eytt í eitthvað sem engu máli skiptir og á meðan sitja raunveruleg úrlausnarefni á hakanum og framþróun verður í skötulíki.
ps. ýmislegt tengt efni á sérstöku vefsvæði menntamálaráðuneytis varðandi 10 punkta samkomulagið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2007 | 14:24
Ánægjulegt
Það er verulega ánægjulegt að fá þessa muni hingað heim til vörslu í Þjóðminjasafninu og verður maður að vera sammála því að fengur sé að þessum munum fyrir það.
Hafi Nordiska museet hið Stokkhólmska allar þakkir fyrir.
![]() |
Íslenskir fornmunir frá Svíþjóð á Þjóðminjasafnið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.4.2007 | 21:58
Ekki nema von ...
![]() |
Drottningin heldur með Arsenal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
23.4.2007 | 20:43
Grettir dagsins
Svona í tilefni kosningabaráttunnar. Vilja ekki allir líta út fyrir að vera ákaflega vel að sér og með svör við öllu.
23.4.2007 | 16:54
Líklegast
![]() |
Ólíklegt að prinsessan fái tískunafn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.4.2007 | 19:57
Látum hendur standa fram úr ermum
Nú hefur Íslandshreyfingin lokið mönnun fimm efstu sæta á framboðslistum sínum í öllum kjördæmunum sex. Það þýðir að komnir eru 30 á framboðslistana af 126 sem þar eiga að vera. Held reyndar að það hafi fallið úrskurður í félagsmálaráðuneyti að framboðslisti sé gjaldgengur þó á honum séu aðeins helmingur tilskilins fjölda, þ.e. jafn margir og kosnir eru. Það átti að vísu við um sveitarstjórnarkosningar.
En, þetta þýðir að tæpir fimm sólarhringar eru til stefnu við að fá þá 96 á listana sem upp á vantar ennþá.
Menn hljóta nú samt að vera búnir að vinna eitthvað í þeim málum þó þetta hafi birst svona og verði því ekki vandræði þegar á þarf að taka en óneitanlega fylgist maður nánar með því eftir því sem nær dregur lokum á framboðsfrestinum.
ps. Suðurkjördæmi er eina kjördæmið þar sem kominn er fram framboðslisti með tilskyldum fjölda frambjóðenda.
![]() |
Hörður Ingólfsson í fyrsta sæti Íslandshreyfingarinnar í NA-kjördæmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.4.2007 | 15:34
Þar fór titillinn
Ætli titillinn hafi ekki gengið Chelsea úr greipum endanlega við þetta tækifæri. Manchester hefur unnið að því hörðum höndum í síðustu tveimur umferðum að hleypa þeim með í baráttuna en ætli það sé ekki næstum því úti núna. Gæti verið að Ferguson hafi haft rétt fyrir sér þegar hann sagði fyrir nokkrum vikum að markatalan gæti ráðið úrslitum þegar upp væri staðið. Chelsea þarf allar götur að vinna Man. Utd. stórt þegar liðin mætast til að rétta markatöluna af. Og þetta auðvitað allt saman að því sögðu að bæði lið vinni síðan hina þrjá leikina sem eftir eru í deildinni.
Ég hef ekki trú á því að Manchester fari að klikka á þeim þrem eins og þeir hafa klikkað í síðustu tveimur.
![]() |
Newcastle og Chelsea gerðu 0:0 jafntefli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |