Forval í Flórida á morgun

Það er forvalsdagur í Flórida á morgun. Aðal athyglin er á forval Repúblikana því hjá Demókrötum verða engir kjörmenn úr ríkinu á flokksþinginu í sumar. Þeir kjósa samt því flokkurinn í ríkinu stendur að því en yfirstjórn flokksins setti refsingu vegna þess að forvalið er haldið of snemma eða fyrir 5. febrúar. Það er í raun fyrsti opinberi prófkjörsdagurinn.

Í kapphlaupi Repúblikana virðist vera almennt orðið viðurkennt að um sé að ræða baráttu tveggja manna, John McCain og Mitt Romney. Mike Huckabee er orðinn fjarlægur þeim þó svo að hann eigi vinningsmöguleika í einhverjum ríkjum 5. febrúar þá er ekki talið að það sé honum nóg til að koma til greina sem forsetaefni Repúblikana. Rudolph Giuliani ákvað að setja öll eggin í sömu körfuna og sleppa baráttunni í þeim prófkjörum, sem lokið er og stóla á sigur í Flórida. Það plan virðist vera að springa í höndunum á honum og því horfir svo að hann sé að sigla hægt og rólega í land í þessari baráttu. Ron Paul er svo líklega neðstur af þeim fimm þó svo að vísu að hann hafi náð öðru sæti í Nevada þá hefur hann verið í harðri baráttu við Giuliani um neðsta sætið.

En hvað segja kannanir fyrir morgundaginn? Við skulum líta á það.

 

Mitt Romney

31%

John McCain

31%

Rudy Giuliani

16%

Mike Huckabee

11%

Ron Paul

4%

Some Other Candidate

4%

Svona er staðan fyrir morgundaginn en ef maður skoðar aðrar kannanir sýnist manni McCain hafa örlítið forskot. Romney og McCain hnífjafnir og Giuliani langt á eftir. Ef McCain vinnur á morgun er staða hans orðin mjög góð en ef Romney vinnur þá er allt opið ennþá þegar siglt er inn í kosningar ofur þriðjudagsins. Þess má geta að slagurinn á milli þeirra tveggja á toppnum er orðinn nokkuð harður og föst skot hafa gengið á milli þeirra í vikunni, enda mikið undir. Svínatilvitnunni í fyrri færslu var til dæmis höfð eftir McCain um Romney. Ég efast ekki um að þetta verður spennandi en spái McCain sigri með 3% mun. Síðan komi Romney og fast á hæla hans Giuliani sem fái betri kosningu en nú bendir til í könnunum.

Staða frambjóðenda Demókrata í Flórida er snúin eins og ég hef minnst á áður. Kjörmennirnir telja ekki og þeir skuldbundu sig til að vera ekki í baráttu þar. Samt vofir spennan yfir, sérstaklega eftir úrslitin á laugardaginn og eftirhreytur þeirra sem og stuðningsyfirlýsingu Kennedy ættarveldisins í gær og dag (ekki alls en þeirra mikilvægustu). Hilary er með mjög gott forskot sem hún mun líklega nota sér, verði það úrslitin, til að fara inn í ofur þriðjudaginn í uppsveiflu.

Reyndar hefur hún opnað á það að kjörmönnum Flórida og Michigan verði leyfð þátttaka á flokksþinginu, væntanlega til að auka vægi forvalsins á morgun.

Annars held ég að stuðningur Kennedys við Obama skipti verulegu máli í kosningum 5. febrúar og ekki minna máli varðandi stuðningsyfirlýsingar sjálfkjörinna fulltrúa (super delegates) á flokksþingið. Eins og staðan er í dag hefur Obama tryggt sér fleri kjörna fulltrúa en mun fleiri sjálfkjörnir hafa gefið sig út fyrir að styðja Clinton. Þess vegna er hún talin vera um 80 kjörmenn í forskot. Menn telja að nú þegar Kennedy hefur sagst styðja Barack þá fylki mun fleiri sjálfkjörnir fulltrúar sér í raðir Obama.

Það held ég.


Gullkorn Salbjargar

Einn laugardaginn í desember að mig minnir átti Salbjörg við mig orð. Þetta var eftir hádegi og ég var nýbúinn að setja Eyhildi í vagninn sinn til miðdegisblundar og því vorum við Salbjörg einar inni. Hún fór að dunda í herberginu sínu og ég fór að lesa blöðin í tövunni. Eftir smá stund kemur hún til mín að tölvunni og segir:

Sko pabbi. Ef ég væri ein heima með börnin mín myndi ég ekki vera í tölvunni.

Ég gat ekkert sagt við þessu svo sem. En afgangurinn af deginum var tölvulaus og að mestu inni í herbergi þeirra systra.

Sniðug geta þau verið.


Með Kennedy á bak við sig

Ég hef áður talað um stuðningsyfirlýsingar í prófkjörsslag Demókrata og Repúblikana og kannski heldur dregið úr því að þær skili svo sem miklu inn í fylgi viðkomandi frambjóðanda. Enda er um ótal svona stuðningsyfirlýsingar að ræða, maður getur flett því upp hver styður hvern og er þar úr nógu að velja.

En Obama er núna að fá tvær stuðningsyfirlýsingar sem ég held að skipti hann dálitlu máli í slagnum 5. febrúar. Í dag birtist grein í New York Times þar sem Caroline Kennedy, dóttir John F. Kennedy fyrrum forseta lýsir yfir stuðningi við hann.

I have never had a president who inspired me the way people tell me that my father inspired them. But for the first time, I believe I have found the man who could be that president — not just for me, but for a new generation of Americans

Góð grein sem ég mæli með til lestrar.

Síðan hefur það verið gefið út að á morgun muni Edward M. Kennedy lýsa yfir stuðningi við Obama en litið er á stuðning hans sem einna mikilvægastan af forvígismönnum Demókrata.

Ég tel því að þessi stuðningur komi til með að skipta þónokkru máli fyrir Obama í flóðbylgjunni þann 5. febrúar.

Það held ég.


Reykjavík brennur!

Eða er það ekki annars. Manni svona getur skilist það af lestri Morgunblaðsins og að ég tali nú ekki um ef maður tekur einnn duglegan bloggrúnt. Ég sá nú samt engin skrílslæti samkvæmt mínum skilningi á því orði á þessum fræga borgarstjórnarfundi en skrílslæti eru hamfarir skríls samkvæmt orðabók Menningarsjóðs. Ég sá mótmæli stórs hóps fólks, sem að mínu mati fór eitthvað yfir strikið. Ekkert umfram það.

En það eru tvö atriði sem eftir standa í vikulokin.

Það er alveg sama hvað sjálfstæðismenn, hvort sem er í netskrifum eða blaðaskrifum, reyna að benda á og snúa athygli að málefnum Framsóknarflokksins þá standa öll spjót á þá. Þar fer nú flokkur sem er búinn að skaða sína eigin teflon húð og það all verulega. Það lagast ekki með því að benda á að flokksstarf Framsóknar sé í molum í höfuðborginni. Enda vita það allir og nenna ekki að lesa það aftur og aftur.

Síðan er það að allt þetta moldviðri í borgarmálapólitíkinni hefur ekki náð að þyrla ryki yfir dómaraskipan Árna Matt. Það mál lifir áfram og á eftir að reynast honum þyngra í skauti held ég en marga grunaði þegar það fór af stað.

Það held ég.


Úrslitin í Suður-Karólínu

Það var ljóst frá byrjun að Obama myndi vinna forvalið í Suður-Karólínu, spurningin var einungis sú hverjar yrðu lokatölurnar í slagnum. Lokatölurnar eru á þann veg að Obama er með 55% atkvæða, Clinton með 27% atkvæða og Edwards með 18% atkvæða. Aðrir svo með minna.

Þetta eru betri niðurstöður fyrir Obama heldur en menn reiknuðu almennt með í aðdraganda forvalsins og þar af leiðandi slakari fyrir keppinauta hans. Þá verður að segjast að Edwards náði sér ekki á strik í ríkinu og spurningar um þátttöku hans fara að verða háværari. Ætli hann endist samt ekki til 6. febrúar og sjái stöðuna þá.

Að einhverjum hluta verður þessum úrslitum snúið upp í kynþáttaumræðu, sérstaklega heyrðist mér það á Repúblikönum en miðað við kannanir fyrr í vikunni þá gekk betur hjá Obama meðal hvítra kjósenda en menn áttu von á, sérstaklega yngsta aldurshópsins þar. Í heild fær hann tæplega fjórðung atkvæða hvítra sem tóku þátt en meðal hvítra sem voru undir 30 ára aldri var stuðningur við hann yfir 50%. Lykill Obama í lotunni þann 5. febrúar næstkomandi er því að fá unga kjósendur á kjörstað og nota þennan fjórðungs stuðnings sinn meðal hvítra kjósenda sem stökkpall inn í þá rimmu.

Núna hefur hann "momentum" inn í ofur þriðjudaginn þó svo að Clinton batteríið sé að reyna að gera eitthvað úr Flórida forvalinu á þriðjudaginn.

Það vekur líka athygli hjá mér hve margir kjósa í þessu forvali en líklega má segja að það hafi hjálpað Obama að ná þessum sigri. Yfir 500 þúsund manns kjósa í dag en ég var að tala um það fyrr í kvöld að líklega yrðu þeir um 350 þúsund og á Rúv í dag var talað um 300 þúsund manns. Þetta er þátttaka sem er vel yfir það sem var í forvali Repúblikana fyrir viku en hafa verður í huga að þar kusu um 20% færri en gerðu fyrir fjórum árum (og veðrið var vont).

Meiri greining á morgun.

Það held ég.


Spáð í útgönguspárnar

Það getur verið svolítið gaman að spá aðeins í þær upplýsingar sem liggja í útgönguspánum svokölluðu í forvalinu.

Þar er Obama efstur á blaði í öllum flokkum nema fjórum sem birtar eru upplýsingar um.

Edwards og Clinton fá jafnmikið fylgi hjá þeim kjósendum sem ekki eru svartir og eru á aldrinum 45-59 ára. Edwards fær mest fylgi hjá kjósendum sem eru ekki svartir og eru á aldrinum 30-44 ára. Clinton fær mest fylgi hjá kjósendum sem eru ekki svartir og eru eldri en 60 ára og reyndar ef bara er miðað við aldurinn þá fær Clinton mest fylgi meðal kjósenda sem eru 65 ára og eldri óháð kynþætti. Þar er hún með 8% forskot á Obama.

Að öðru leyti er Obama efstur í öllum öðrum flokkum sem sagt er frá. Rétt um 80% svartra kjósenda kusu hann óháð aldri (75-83%). Þá er hann með stuðning tæplega 70% kjósenda sem eru á aldrinum 18-29 ára.

Þá finnst mér það sérstakt að 20% kjósenda Clinton telja Obama vera hæfastan til að gegna forsetaembættinu (3% kjósenda hans töldu Clinton vera það og 2% kjósenda hans töldu Edwards vera það).

Þetta eru nú auðvitað útgönguspár en eitthvað er að marka þær. Samkvæmt þeim verður lokaniðurstaðan sú að Obama fær 53% atkvæða, Clinton 27% og Edwards 19%.

Svona er nú það.

PS Tek ekki með í þetta nokkrar krossspurningar og hæfileikaspurningar sem eftir hlutarins eðli liggja með þeim sem sá aðili kaus að miklu leyti, þó ekki alveg.


Fyrstu tölur í Suður-Karólínu

Nú hafa birst fyrstu tölur í forvali Demókrata í Suður-Karólínu og þær eru þónokkuð sérstakar að mínu mati.

Obama er með 63%, Clinton 25% og Edwards 12%. Þetta er gríðarlega hátt skor hjá Obama þrátt fyrir að mjög lítill hluti atkvæða liggi að baki þessum hlutfallstölum.

Útgönguspár segja hlutina í svipaða átt en ekki svona mikinn mun reyndar og mér skilst á þeim að Obama hafi náð sér verulega á strik meðal hvítra kjósenda ríkisins. Eins mun yfir helmingur þeirra sem var óákveðinn í vikunni hafa kosið hann.

En meira síðar.


Metþátttaka í forvali

Nú líður að lokum kosningadags í Suður-Karólínu og fyrstu tölur væntanlegar fljótlega upp úr miðnætti. Það hefur vakið athygli að þátttaka í forvalinu er mjög góð en reiknað er með að allt að 350 þúsund manns taki þátt í því sem er um það bil 60 þúsund fleiri en árið 2004. Það er þó tæplega 100 þúsund færri en tóku þátt í forvali Repúblikana á laugardaginn var enda er þetta Repúblikanaríki.

Menn treysta sér ekki til að spá í það hvaða frambjóðanda þessi mikla þátttaka kemur til með að hjálpa í slagnum en það er auðvitað hægt að rýna í það eftirá eins og allar aðrar tölulegar upplýsingar sem þá liggja fyrir.

En að því sögðu, tölur á eftir.


Spaugstofan í kvöld

Það er ekki öllum gefið að geta dansað á línu húmorsins án þess að misstíga sig verulega út fyrir hana og ganga of langt í gríni sínu, svörtu eður ei.

Ég held að spaugstofumönnum hafi tekist þetta ágætlega í kvöld, þó kannsi hafi verið dansað á línunni á köflum. Tekið var á því sem verið hefur í gangi, uppi á yfirborðinu eða undir því og gert þokkalega. Vitað mál var að tekið yrði á atburðum vikunnar, spurningin var bara hver nálgunin yrði og hún slapp.

Raunar fannst mér þetta með betri "stofum" síðari ára, satt best að segja.

En ætli það verði ekki dugleg umræða um stofuna það sem eftir er vikunnar?

Ég held það.


Kosið hjá Demókrötum í dag

Demókratar kjósa í Suður-Karólínu í dag en mér sýnist Obama komi til með að vinna næsta örugglega.  Nýjasta könnun Reuters er Obama með 41%, Clinton 26% og Edwards 19%. Kannanir síðustu 10 daga hafa verið á þann veg að Obama hefur haldið sínu, Clinton verið frekar á niðurleið og Edwards uppávið. En svona líta þær út:

ReutersC-Span/Zogby01/24 - 01/25816 LV412519Obama +16.0
SurveyUSA01/23 - 01/24553 LV433024Obama +13.0
ReutersC-Span/Zogby01/22 - 01/24811 LV382521Obama +13.0
SurveyUSA01/22 - 01/23685 LV452922Obama +16.0
Mason-Dixon01/22 - 01/23400 LV383019Obama +8.0
Reuters/CSpan/Zogby01/21 - 01/23811 LV392419Obama +15.0
Clemson01/15 - 01/23LV272017Obama +7.0
Reuters/CSpan/Zogby01/20 - 01/22811 LV432415Obama +19.0
Rasmussen01/21 - 01/21624 LV432817Obama +15.0

Erfitt er að átta sig á stöðunni í einni könnun heldur er betra að sjá nokkrar saman til að reyna að fá tilfinningu fyrir því hvað er að gerast. Einnig verður að hafa í huga að margt getur gerst á stuttum tíma, jafnvel síðasta sólarhringinn fyrir kosningu. Ég held samt að í þessum lista sé Rasmussen könnunin einna ómarktækust, hún er tekin á einum degi og með minnsta úrtakið. (Taflan er tekin héðan)

Ég set inn tölur í kvöld og kannski einhverja heimatilbúna greiningu á þeim síðar í nótt svo.

Svo er reyndar ein villa í fréttinni. Það er kosið í Flórida hjá Demókrötum á þriðjudaginn eins og Repúblikönum, þær telja bara ekki. Því var eins farið með Michigan um daginn.


mbl.is Kosið í Suður-Karólínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband