30.1.2008 | 22:38
Ég á gamalt hús
Ég á gamalt hesthús. Rík saga, var flutt hingað og reist aftur. Gengdi nú einhverju öðru hlutverki áður samt. Held að það líti betur út en þetta sem þarna um ræðir.
Hægt að fá það á eitthvað minna en 600 milljónir líka, svo eru líka engar aðrar byggingar í nánasta umhverfi þannig að auðvelt er að varðveita götumyndina.
Það held ég.
![]() |
Niðurrifi mótmælt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.1.2008 | 22:06
Alveg eins og í teiknimyndunum
Það er frost hér fyrir norðan, verulegt frost reyndar. Úti að labba með stelpunum og komið að gamalli dráttarvél. Eyhildur vill setjast upp í og fær það auðvitað. Svo er rétt litið af henni. Hún sleikir auðvitað stýrið, það er úr járni, það er verulegt frost.
Hún losnaði nú áður en það þurfti að fara inn og þýða hana frá tækinu. Hún gerir þetta ekki aftur í bráð.
Það held ég.
30.1.2008 | 18:15
Þarna kom Edwards á óvart .... eða ekki
Ég er reyndar nýbúinn að skrifa um það að hann ætli að halda áfram baráttu sinni fram yfir ofur þriðjudaginn og ná góðri samningsstöðu fyrir sig í framhaldi þess. En svo er ekki, hann er ekki að fá neina athygli að ráði hjá fjölmiðlum og er því í sífelldum vandræðum með að koma sínum málum að. Þau eru honum ekki til trafala, hann hefur bara ekki náð að fylgja hinum tveimur í sviðsljósinu.
Sagt er að Edwards hafi sagt Clinton og Obama frá þessum á þriðjudaginn og um leið óskað eftir því við þau að fátækt yrði sett ofarlega í þeirra kosningabaráttu sem og í vinnslu þegar í Hvíta húsið væri komið.
En hvern kemur hann til með að styðja? Joe Klein, blaðamaður á Time magacine segir svo:
I don't think he endorses Hillary Clinton. The question is whether or not he endorses Barack Obama."
Clinton "represents a lot of the things that [Edwards] campaigned against, you know, the old Washington Democratic establishment that he believes got too close to the corporations in the '90s."
Það er svo frekar haldið að stuðningsmenn hann hallist frekar í átt til Obama og í sumum ríkjum komi það með að ráða úrslitum á þriðjudaginn kemur.
Hlutirnir eru fljótir að gerast í Ameríku alveg eins og á Íslandi.
30.1.2008 | 02:19
McCain vinnur prófkjörið í Flórida
Nú þegar talin hafa verið rúmlega 60% atkvæða í forvali Repúblikana í Flórida hefur John McCain verið lýstur sigurvegari.
Staðan er þannig: McCain 36%, Romney 31%, Giuliani 15%, Huckabee 13% og Paul 3%. Ekki er líklegt að þessar tölur breytist mikið til loka, kannski 1-2% hjá hverjum og einum. Það sem er kannski óljóst ennþá er hvor verður í þriðja sæti, Huckabee eða Giuliani.
Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir John McCain þó svo að langt sé í land ennþá hjá honum að ná útnefningu flokksins sem forsetaframbjóðandi hans í haust.
Það held ég.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2008 | 02:14
Giuliani hættur og styður McCain?
Óstaðfestar fréttir úr herbúðum bæði Giuliani og McCain herma að eftir úrslit kvöldsins í Flórida muni Giuliani draga sig út úr slagnum. Og það sem meira er þá mun hann lýsa yfir stuðningi við McCain, jafnvel strax á morgun í Kaliforníu. Þetta er haft eftir nánum samstarfsmönnum beggja frambjóðenda og því haldið fram að viðræður um þetta hafi staðið yfir í nokkra daga.
Spurningin er þá bara hvort þetta komi til með að tryggja McCain útnefningu Repúblikana eða hefur þetta skaðleg áhrif. Giuliani hefur nú ekkert gengið neitt sérstaklega vel í sínum slag og hefur hrapað í vinsældum miðað við skoðanakannanir á síðasta ári. Auðvitað spilar margt þarna inni í en líklegt verður að teljast að það sé styrkur fyrir McCain að fá stuðning hans. Þá er einnig talið líklegt að Giuliani fái virkan sess í komandi kosningabaráttu McCain.
Það held ég.
30.1.2008 | 01:09
Hilary vinnur prófkjörið í Flórida
Hilary Clinton hefur unnið prófkjörið í Flórida eins og var nokkuð öruggt fyrirfram. Það gefur henni ákveðinn meðbyr inn í forvalssúpuna næsta þriðjudag en enga kjörmenn.
Clinton 50%, Obama 30%, Edwards 14%, Kucinich 1%. Þetta eru ekki alveg endanlegar tölur þar sem á eftir að telja aðeins af atkvæðum en þeim skeikar aldrei meira en 1-2% hjá hverjum frambjóðanda.
Uppfært
Eftir að hafa rennt yfir útgönguspá hjá CNN sýnist mér að stærsti áhrifaþáttur stórs sigurs Clinton á Obama sé hvernig aldurssamsetning þeirra sem kusu var. Um 40% þeirra sem kusu eru eldri en 60 ára (kemur kannski ekki rosalega á óvart þar sem ríkið er næstum því "retirement home") en á meðal þeirra hafði Clinton tæplega 60% stuðning. Obama hafði aftur á móti yfirhöndina í aldurshópnum 18-24 ára sem og meðal svartra kjósenda. Þá hefur Clinton verulega meira fylgi meðal kvenna en Obama en tæplega 60% þátttakenda voru konur (55-29%-Clinton). Sjá http://edition.cnn.com/ELECTION/2008/primaries/results/epolls/#FLDEM
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2008 | 00:45
Fyrstu tölur úr prófkjörum í Flórida
Nú er verið að birta fyrstu tölur í prófkjörum Demókrata og Repúblikana í Flóridaríki. Hjá Repúblikum er staðan þessi :
McCain 33% 34%
Romney 32% 31%
Giuliani 17% 17%
Huckabee 14% 13%
Paul 3% 3%
En hjá Demókrötum er Hilary Clinton með afgerandi forystu:
Clinton 52% 48%
Obama 29% 30%
Edwards 16% 14%
Fá atkvæði hafa verið talin enn sem komið er og eitthvað á eftir að breytast, að minnsta kosti hjá Repúblikönum. Úrslit hjá Demókrötum eru ljós og gætu gefið Clinton smá "moment" inn í ofur þriðjudaginn.
Annars sýna útgönguspár slaginn á milli McCain og Romney mjög jafnan en sá sem vinnur fær alla 57 kjörmenn ríkisins. Það er því mjög mikilvægt að vinna í kvöld og eins upp á hið víðfræga "momentum".
Rauðar tölur=uppfært
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2008 | 00:02
Fyrirætlan Edwards staðfest
Það er ekkert verið að spara breiðu spjótin þegar þau gefast. Obama er strax farinn að nota Caroline og Ted í auglýsingar sínar. Sjá http://link.brightcove.com/services/link/bcpid353515028/bctid1396506062 og http://link.brightcove.com/services/link/bcpid353515028/bctid1396506113
Síðan hefur aðstoðarkosningastjóri John Edwards staðfest að þó þeir telji að hann muni vinna útnefningu Demókrata þá sé Edwards einnig í baráttunni til að láta heyra í sér og af sínum helstu baráttumálum.
Þetta þýðir að hann er að safna kjörmönnum til að hafa sterkari samningsstöðu um gott starf fyrir sig í framhaldi kosninga í haust. Hann sér fram á að útnefning Demókrata komi til með að byggjast á kjörmönnum því bæði Clinton og Obama hætti ekki fyrr en í fulla hnefana og að baráttan á milli þeirra sé svo jöfn að hann geti leikið þennan kjörmannaleik sinn.
Það held ég.
29.1.2008 | 12:52
Edwards heldur áfram
Eftir prófkjör Demókrata í Suður-Karólínu á laugardaginn komu upp raddir um að John Edwards hefði lítið að gera áfram í slagnum. Talið var að hans helsta von um góða útkomu væri að finna í SK en það brást og fékk hann aðeins 17% atkvæða og virtist helst taka atkvæði af Clinton.
En nú hefur Edwards tekið af allan vafa um hvort hann haldi baráttunni áfram og kynnti hann í gær hvernig hann ætlaði sér að nálgast ofur þriðjudaginn. Fram að honum mun hann leggja mikla á herslu á ríki þar sem Obama er talinn sterkur fyrir eins og Tennessee, Georgiu, Alabama, Missouri ásamt fleirum. Síðan mun hann leggja mikla áherslu á Kaliforníu þar sem Clinton er sterk eins og er. Það er því líklegra en hitt að Edwards sæki á veiðisvæði Obama en hafi minni áhrif á Clinton nema þá helst í Kaliforníu en það er reyndar ekki lítið sem það getur skipt máli.
Edwards gæti því haft nokkuð um framvinduna að segja í framhaldi 5. febrúar með sína kjörmenn og gæti lagt þá til annars hvors frambjóðandans, sem eftir verður þá. Einhverjir hafa talið líklegt að það verði Clinton en þau Edwards áttu víst fund um daginn, eftir kappræðurnar í Nevada.
Hitt er svo spennandi að sjá hvort og þá hvernig stuðningsyfirlýsing Kennedy hefur áhrif á slaginn en hún er talin vera sterk fyrir Obama.
But not all endorsements are created equal, and that's certainly the case with today's endorsement of Sen. Barack Obama's (Ill.) presidential campaign by Sen. Edward Kennedy (D-Mass.).
In the hierarchy of endorsements, Kennedy coming out for Obama falls into the category of "symbolic endorsement," the most coveted of all because it is not simply the typical pat on the back and photo-op, but rather it signifies something larger about a candidate.
Kennedy, after all, is not simply the senior senator from Massachusetts. He's Ted Kennedy -- last of the brothers of the original first family in American politics (sorry Bill and Hillary) and standardbearer for liberals everywhere. For people of a certain vintage, Ted Kennedy serves as the embodiment of what it means to be a Democrat
Tekið af http://blog.washingtonpost.com/thefix/
Það held ég.
28.1.2008 | 23:51
Sögulegur forseti BNA
Svona miðað við stöðu í forvalsslag flokkanna í Bandaríkjunum þá er líklegt að menn geti státað sig af "fyrsta" forseta í haust. Það gæti orðið:
Fyrsta konan sem forseti
Fyrsti svarti maðurinn sem forseti
Fyrsti forsetinn sem er yfir sjötugt þegar hann er kosinn
Fyrsti mormóninn sem forseti
Það held ég.