4.2.2008 | 17:29
Strýta og Kjarnafæði
Af hverju er rækjuverksmiðjunni Strýtu á Akureyri lokað? Samkvæmt fréttatilkynningu frá Samherja er það vegna bágs ástands í greininni á Íslandi og þar af leiðandi hallarekstrar verksmiðjunnar. Heppilegt að það var til eignarhaldsfélag sem kom þá og keypti lóð og hús á milljarð.
Ætli það geti verið að þetta hafi verið á hinn veginn? Eignarhaldsfélagið kom og bauð í eignir og þá var slegið til og selt. Mínar heimildir segja svo. Erfiðleikar voru í rekstrinum sem byrjuðu fyrir rúmlega tveimur árum en þá var ráðist í hagræðingu. Á mannamáli þýðir það að farið var niður í eina vakt og verksmiðjan undirmönnuð. Það var farið að skila hagnaði og þá kemur þessi sala til sem virkar frekar kaldranalega til þeirra sem unnið hafa að því að rétta reksturinn af innan verksmiðjunnar. Það fara einhver störf við þetta, spurning hvað kemur í staðinn.
Er verið að bera fyrir sig erfiðleikunum til að innleysa mikið fjármagn á auðveldari hátt en að standa í verksmiðjuharki? Gæti verið.
4.2.2008 | 00:03
Stjórnmálaflokkar klofna
Eitt af því sem Björn Bjarnason ræddi um í Silfri Egils í dag var Evrópusambandið og aðild Íslands að því. Hann er mótfallinnn því eins og flestir vita sjálfsagt og má það alveg mín vegna. Það eru rök með og á móti aðild en eftirfarandi rök finnast mér vera veik. Björn sagði:
Og ef það á að setja það á oddinn þá mundu stjórnmálaflokkarnir klofna, hver á eftir öðrum og þurfum við á því að halda hér á þessu landi miðað við hvað við höfum góða stöðu gagnvart Evrópusambandinu, hvaða tal er þetta?
Mín sýn á þetta er að það á að skoða þessi mál með hagsmuni Íslands og Íslendinga að leiðarljósi en ekki út frá því hvort stjórnmálaflokkar klofna. Stjórnmálaflokkar eru ekki höfuðatriðið heldur hagsmunir landsmanna, ekki hvað síst í svona stórum málum.
Svo á ég eftir að skoða betur varaliðsþátt Silfursins í dag.
3.2.2008 | 11:51
Romney vinnur í Maine
Það gengur frekar rólega að fá lokaniðurstöðu í Maine ríki enda sýnist mér við nánari athugun að forvalið fari fram 1.-3. febrúar þó svo það sé skráð allsstaðar á 2. febrúar. En nú er búið að ganga frá 68% atkvæða (ég tala um atkvæði en það er ekki fyllilega rétt kannski þar sem um "caucus" er að ræða), og staðan hefur lítið breyst frá fyrstu tölum.
Þó er búið að lýsa Mitt Romney sigurvegara forvalsins í Maine en annars er staðan svona:
Romney 52%
McCain 22%
Paul 19%
Huckabee 6%
Undecided 2%
Ég reikna ekki með því að þessar hlutfallstölur breytist stórlega, í mesta lagi 2-3% á hvern frambjóðanda.
Maine bauð upp á 21 kjörmann og þrátt fyrir sigur sinn er Romney enn að baki McCain í fjölda kjörmanna enda virðist hann á leiðinni út úr kapphlaupinu á þriðjudaginn. Sjá góðar skýringar á því hér.
3.2.2008 | 00:18
Nýjustu tölur úr Maine
Þegar hafa verið afgreidd tæplega helmingur atkvæða í forvali Repúblikana í Maine ríki þá er Mitt Romney langefstur. Hann er með 52%, McCain er síðan næstur með 22% og síðan er Ron Paul með 19%. Mike Huckabee rekur síðan lestina með 5%.
Engin áhersla var lögð á þetta forval af neinum frambjóðanda fyrir utan að Ron Paul rétt leit þar við. Það skýrir líklega velgengni hans miðað við flest önnur ríki sem kosið hefur verið í til þessa. Annars er það nokkuð ljóst að Romney vinnur, spurningin er bara með hvaða mun.
Lokatölur síðar.
2.2.2008 | 20:29
Eitt forval í dag hjá Repúblikönum - fyrstu tölur
Það hefur farið framhjá flestum held ég að það er haldið eitt forval í Bandaríkjunum í dag. Repúblikanar hafa forval í Maine í dag og bítast þar um 21 kjörmann. Ríkið hefur eiginlega ekki fengið neina athygli þar sem ofur þriðjudagurinn hefur fengið alla athyglina. Einn frambjóðendanna leit þó við í ríkinu og svo er bara að sjá hvort það gefi honum eitthvað fyrir þá fyrirhöfn.
Uppfært, fyrstu tölur
Romney 58%, Paul 19%, McCain 18% og aðrir mikið minna (2%).
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2008 | 15:17
Ofur þriðjudagurinn nálgast
Svona sér blaðamaður Washington Post Bill Clinton fyrir sér á kosningaferðalagi:
Hillary Clinton may be the presidential candidate, but much of the future Bill Clinton sketches on the stump is about putting the band back together. Watching him engage the crowd is a little like going to a Beach Boys concert, 20 years on. He knows all the old tunes and delivers them reliably. The crowd, mostly middle-aged and older, laughs and cheers in satisfied bursts, remembering the good times
Annars nálgast ofur þriðjudagurinn óðfluga og staðan er sú að Clinton er með duglega forystu í mörgum þessara rúmlega 20 ríkja sem kjósa þá. Obama leiðir í Georgiu, Alabama og Illinois (merkilegt!) og aðeins sjónarmunur (ekki marktækur) skilur þau að í Californiu og Connecticut. Í Massachusetts er munurinn ekki mikill Clinton í vil.
Helsti andstæðingur Obama núna er ekki Clinton heldur sá stutti tími sem er fram að ofur þriðjudeginum. Hann er með "momentum" með sér og stuðningur við hann eykst á hverjum sólarhring. Það sést á því að munur á milli þeirra í landskönnun var í gær 6% en fyrir viku var hann 11%.
En það eru ekki allir jafn ánægðir með kosningafyrirkomulagið. Þetta er sýn Steven Hill (director of the political reform program at the New America Foundation and author of "10 Steps to Repair American Democracy) á það:
With Super Duper Tuesday looming, nearly half of the delegates needed for the nomination will be decided on a single day. Having a single primary day with so many states gives great advantage to those candidates with the most campaign cash and name recognition to compete in so many states simultaneously
A national primary system with four separate primary days, where the 13 smallest states go first followed by the medium states and finally the largest states, makes a lot more sense and would ensure that all states and all voters have a say in the nomination process
Held að ég sé sammála honum í þessu.
2.2.2008 | 00:11
Flugvöllurinn ... enn og aftur og áfram
Las þetta á RÚV í kvöld
Gert verður ráð fyrir Reykjavíkurflugvelli í aðalskipulagi sem nú er unnið fyrir Vatnsmýrina, segir Ólafur F. Magnússon borgarstjóri. Hann segir að meirihlutinn muni festa í sessi flugvöll í Vatnsmýri.
Gísli Marteinn Baldursson, formaður samgöngu- og umhverfisráðs Reykjavíkurborgar, sagði í fréttum Útvarpsins í gær að hann sæi fyrir sér 20.000 manna byggð í Vatnsmýri. Svo fjölmenn byggð geti ekki verið þar ef flugvöllurinn verði þar áfram
Eina sem manni dettur í hug er endalaus vitleysa. Sé ekki að þeir geti báðir verið að festa flugvöllinn í sessi í Vatnsmýrinni.
Einfalt mál finnst mér. Vinna eftir verðlaunaskipulagstillögunum um Vatnsmýrina og finna flugvellinum síðan varanlegan stað. Það er allt of þrengt að honum í Vatnsmýrinni. Ég held að Reykjavík megi alveg við því að þétta byggðina og flugvöllinn er hægt að byggja upp á ekki verri stað.
Eitt samt á tæru, það þarf að taka ákvörðun mjög fljótlega svo svona hringlandaháttur standi ekki í vegi fyrir framtíðinni. Allt of lítið tekið af stórum, mikilvægum og sterkum ákörðunum á Íslandi í dag sem skila sér í sterkari framtíð.
Og það var og.
1.2.2008 | 20:58
Hreinsa aðeins til á Rás 2 takk fyrir
Alveg finnst mér vera kominn tími á að skipta Magnúsi Einarssyni út af Rás 2. Hann gerir ekkert annað en vefjast tunga um tönn í föstum dagskrárliðum sínum og svo ofspila Amy Winehouse fyrir tilstilli eigin dýrkunar á listamanninum að því að virðist. Hann spilar hana meira en plötur vikunnar og hefur meira að segja náð að spila lög hennar tvisvar í röð oftar en einu sinni.
Þetta er auðvitað ósköp venjulegt föstudagsnöldur og kannski má hann bara halda áfram. Enda er ég farinn að hlusta á Rás 1 í staðinn, miklu betra efni.
Og það var og.
31.1.2008 | 21:58
Kemur ekki á óvart
Stuðningur Schwarzenegger við McCain kemur ekki á óvart, síður en svo. Þeir eru á sömu línu í raun og veru, á sumum sviðum langt frá hægri væng flokksins og frjálslyndari í mörgum málum. Enda hefur McCain fengið að heyra það einmitt undanfarna daga frá Romney að hann sé ekki hægri maður.
Það sem er athyglisvert aftur á móti á þessari mynd er að Rudy Giuliani er staddur þarna með Arnold og McCain og það gefur til kynna stórt hlutverk hans. Þar er sjálfsagt bæði um að ræða í kosningabaráttu McCain það sem eftir lifir prófkjöranna, síðan í forsetakosningaslagnum sjálfum og síðan kannski ekki síst í stjórnartíð McCain verði hann forseti í haust. Ég sé ekki á þessari stundu að Romney nái að velta McCain frá og hljóta útnefninguna sjálfur, til þess eru stefnumið hans of veik á of mörgum stöðum.
Hitt er svo annað að samkvæmt nýjustu "head to head" þá hefur McCain 6% forskot á Obama ef þeir berðust um forsetaembættið í haust og síðan 8% forskot á Clinton ef hún væri þar í stað Obama.
![]() |
Schwarzenegger styður McCain |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.1.2008 | 12:36
Saxi læknir með Davíð á skurðarborðinu
Er það ekki rétt með farið hjá mér að í áramótaskaupi fyrir nokkrum árum hafi Laddi í gervi Saxa læknis verið í miðri aðgerð á Davíð Oddsyni? Þá reis Davíð upp á skurðarborðinu og svo framvegis. Þetta var í framhaldi veikinda Davíðs á þeim tíma. Leiðréttið mig ef rangt er með farið.
Þetta er eiginlega hugsað upphátt hjá mér út frá margumtalaðri Spaugstofu á laugardaginn var. Ég er á því að þar hafi verið dansað á línunni en ekki farið yfir hana.
Geta þessi tvö atriði þá ekki flokkast sem sambærileg?
Ég er á því nema góð rök segi mér annað.