Þegar menn hafa ekkert annað ....

Þegar menn hafa ekkert málefnalegt í höndunum í kosningabaráttunni þá grípa menn til "smurningsins" alræmda. Þetta er alveg sérstakur heimur í bandarísku kosningamálunum og kemur yfirleitt ekki alveg beint fram.

Það nýjasta sem sett er fram á Barack Obama er að hann sé með tvöfalt ríkisfang, sé einnig með indónesískan ríkisborgararétt og þar með ekki gjaldgengur í forsetaembættið. Og að auki að fæðingarvottorðið hans sé falsað. Verra gerist það ekki....

Svo eru menn hissa á því að mainstream media taki þetta ekki upp á sína arma, einhverjir hafa þó séð ljós í því að a.m.k. FOX taki á þessu. Kæmi ekki á óvart.

Algjör snilld er það ekki.


Olympíuleikar án Íraka ..... eða ekki

Ég held að staðan í dag með olympíuleikaþátttöku sé á þann veg að þeir séu inni. Íslendingar virðast reyndar ekkert sérstaklega áhugasamir um það þar sem þetta er ekki eins og með Júgóslavíu forðum og við græðum ekkert sæti fyrir handboltalandsliðið okkar.

A double-sculls crew will compete under the Iraqi flag at the 2008 Beijing Games. This welcome news brings the Iraqi team up to four, including a female sprinter and a male discus-thrower.

Aðalatriðið í þessu hjá mér er reyndar ekki hvort heldur hvers vegna. IOC ætlaði að banna Írökum þátttöku vegna íhlutunar stjórnvalda í málefni íþróttahreyfingarinnar þar í landi.

Frekar háll ís. Olympíuleikarnir í hafa í áratugi snúist leynt og ljóst um stjórnmál og meira að segja stundum í öllum aðalatriðum. Leikarnir í ár ganga þarna lengst fram í raun frá leikunum í Berlín ´36 (Jesse Owens setti reyndar stórt strik í reikninginn þar, (myndband)), yfirgnæfa meira að segja 80 og 84 leikana sem þó voru vel litaðir stjórnmálalegum átökum.

Málið er að banna einhverri þjóð þátttöku vegna svona atriða er hjóm eitt hjá því að hafa yfir höfuð gefið Kínverjum auglýsingalegt tækifæri með því að veita þeim leikanna. Meðlimir IOC vissu fyrir víst hvernig leikarnir yrðu notaðir af Kínverjum en segjast ekki hafa samið við þá um íhlutun og smámál eins og ritskoðun internetsins.

The IOC has always encouraged the Beijing 2008 organisers to provide media with the fullest access possible to report on the Olympic Games, including access to the internet.
In light of internet access problems which were experienced this week by media in the Olympic Games Main Press Centre in Beijing, the IOC – namely Chairman of the Beijing 2008 IOC Coordination Commission Hein Verbruggen and Olympic Games Executive Director Gilbert Felli – held meetings and discussions today with Games organizers (BOCOG) and Chinese authorities.
The issues were put on the table and the IOC requested that the Olympic Games hosts address them. We understand that BOCOG will give details to the media very soon of how the matter has been addressed. We trust them to keep their promise.
The IOC would like to stress that no deal with the Chinese authorities to censor the internet has ever in any way been entered into.

IOC vissi einnig hvernig leikarnir yrðu notaðir af andstæðingum ógnarstjórnarinnar þar til að beina ljósi að mannréttindamálum þar. Ergo, pólitík á pólitík ofan. En IOC lét fagurgala og gríðarlegt fjármagn ráða ákvörðun sinni.

Það er alveg hættulega oft sem hugsjónir og peningar eiga ekki samleið og þá alltaf vegna mannanna.

Málið er hættulega einfalt og þar með um leið fljótlegt til uppgjörs afleiðinga. Þær þjóðir sem ekki sætta sig við misnotkun Kínverja á leikunum áttu að gera öllum það ljóst að ekki yrði um þátttöku af þeirra hálfu að ræða.


Hver er Tim Kaine?

Held að það megi segja að hann sé ekki einn af þungavigtarmönnum Demókrataflokksins en það sama mátti svo sem segja um Obama fyrir einum 6-8 mánuðum síðan.

Í stuttu máli fimmtugur lögfræðingur frá Harvard, fæddur í Minnesota, núverandi ríkisstjóri í Virginíu. Hefur reyndar einungis verið það í tvö og hálft ár. Fyrstu og helstu kostir sem taldir eru honum til tekna eru að hann hjálpar auðvitað verulega við að vinna Virginíuríki í haust og svo höfðar hann vel til kaþólskra kjósenda einnig. Svo virðist það vera þannig að enginn einn hópur kjósenda hafi eitthvað á móti honum (fyrir utan Repúblikana auðvitað). Þá horfa menn í að hann geti komið með styrkari stjórn á peningamálin, þykir hafa sýnt það í ríkisstjórastarfi sínu. En fyrir utan þetta þá hefur hann sína veikleika eins og ég hef minnst á.

No foreign policy experience, short resumeFirst-term governor who won on former Virginia Gov. Mark Warner's coattails — a meh candidate

Sem sagt, engin reynsla og hefur engir verulega eftirtektarverðir stórsigrar sem ríkisstjóri, nema vel sé að gáð. Hann er samt sem áður með þónokkra reynslu úr stjórnunarbatteríinu sem borgarráðsmaður í fjögur tímabil í Richmond, þar af tvö sem borgarstjóri. Síðan var hann vararíkisstjóri Virginíuríkis í fjögur ár frá 2001. Eitt enn sem sem passar honum sem varaforsetaefni Obama, hann er laus við "inside Washington" stimpilinn og passar þar með í "breytingar" Obama.

Meira hér um Tim Kaine. Og svo er einnig hægt að sjá ýmislegt honum tengt hér.

Viðbrögð Repúblikana? Í fyrstu virðist manni þeir vera hoppandi glaðir. "Republicans should be so lucky to face Obama-Kaine"

If the nominee faces questions about experience, having served about three and a half years in statewide office, Kaine has been governor for about two and a half years. It would be the most astonishingly inexperienced pair to hit Washington in modern history. Carter at least had Walter Mondale, who had been a senator for twelve years, and Clinton and Gore look like seasoned old pros by comparison

Kaine would reinforce all of the doubts about Obama, instead of dispelling them.

Og rúsínan í pylsuendanum:

Beyond that, Kaine's term is up in January 2010, and the Virginia Lt.. Governor is Republican. An Obama victory would hand over his last year of office to the GOP's William Bolling

Ha ha. Hefur ekkert að segja. Og ég held að verði þetta niðurstaðan, Obama-Kaine, þá held ég að Repúblikanar verði að éta þessi fyrstu viðbrögð sín ofaní sig, ef ekki fljótt þá á endanum. Þeir koma til með að líta vel út í því samhengi sem Obama setur kosningabaráttuna upp. Varaforsetaefnið skyggir ekki á hann en passar samt við vinda breytinganna. Svo er það líka þannig að þó að það geti verið að Bandaríkjamenn séu kannski tilbúnir í að hafa blökkumann sem forseta þá væri það of mikil breyting að bjóða upp á blökkumann og konu? Einhverjir hafa sett það fram að minnsta kosti, það væri of sterkt að bjóða upp á það.

Þar fyrir utan þá hafa Repúblikanar bara hreinlega ekkert betra uppá að bjóða til að styðja við McCain. Mitt Romney? Mike Huckabee? Tja, held ekki.

Hver, hvers vegna og hvers vegna ekki hjá Demókrötum.

Viðtal við Tim Kaine


Varaforsetaefni Obama

Stærstu fréttir dagsins úr forsetakosningabaráttunni vestan hafs eru þær að Obama sé mjög nálægt því að velja sér varaforsetaefni.

Ríkisstjóri Virginíu ríkis, Timothy M. Kaine hefur átt í alvarlegum viðræðum við Obama um að vera varaforsetaefni hans samkvæmt heimildarmönnum nánum Kaine.

he has had "very serious" conversations with Sen. Barack Obama about joining the Democratic presidential ticket and has provided documents to the campaign as it combs through his background, according to several sources close to Kaine

Þetta er þó auðvitað ekki alveg öruggt en eins og sumt annað virðist þetta leka út frá nokkuð öruggum heimildum. Aðrir sem eru taldir koma til greina ennþá eru Evan Bayh og Joseph R. Biden auk Christopher J. Dodd og Hillary Clinton. Reyndar er grein í dag í NY Times þar sem sagt er að Hilary sé út úr myndinni og hafi kannski aldrei verið það nema kurteisinnar vegna.

But there is mounting evidence that Mr. Obama’s interest in Mrs. Clinton for the post has faded considerably, if, in fact, she ever really was a strong contender to be on the ticket with him. In conversations, Mr. Obama’s advisers discuss Mrs. Clinton’s role at the Democratic convention next month in a way that suggests they are not thinking of her arriving in Denver as Mr. Obama’s running mate.

Þrátt fyrir að Kaine falli að hugmyndum Obama um sjálfstæði meðframbjóðanda eru margir sem telja hann ekki vera rétta aðilann í heildina litið til að styrkja framboð Obama.

Kaine has no foreign policy background, and as a first-term governor, he may add to voters' concerns about Obama's experience. Kaine remains popular in Virginia, but he has had trouble dealing with Republicans and has no single defining achievement to point to on the campaign trail.

Obama hefur reyndar ekkert verið að hlaupa neitt í felur fyrir Repúblikönum varðandi utanríkismál og er kannski bara fullfær um að eiga við þau atriði áfram sjálfur án þess að velja einhvern meðframbjóðanda sem fengi það hlutverk að sjá um það.

Og svona í lokin.  Ráð Repúblikana við erfiðri kosningabaráttu? Jú, fólk, ekki skrá ykkur á kjörskrá.


Dópfréttir dagsins

Hérna í Danmörku að minnsta kosti eru úr hjólreiðaheiminum. Ekki í sambandi við Tour de France að þessu sinni heldur var það einn af fremstu fjallahjólreiðamönnum Dana, Peter Riis Andersen, sem var að játa á sig EPO notkun. Þar með missir hann Olympíusæti sitt auðvitað en þetta var tilkynnt á blaðamannafundi hjá danska íþróttasambandinu áðan. Þar var kappinn sjálfur mættur til að útskýra sig og gjörðir sínar.

Þeim þykir hann hugrakkur að koma fram sjálfur og játa brotið. Hitt finnst mér líklegra að hann hafi verið upp við vegg og þetta verið eina leiðin út. Svo finnst mér það ekki bera mikinn vott um hugrekki að hann vill ekki gefa upp hvar hann fékk efnið af ótta við eigið öryggi, ja fyrir utan að það komi úr glæpaheiminum.

Hitt er svo annað að Danir hafa verið frekar uppteknir af dópmálum í tengslum við Tour de France á meðan á þeirri keppni stóð eða alveg þangað til liðið þeirra vann. Það var meðal annars sterk umræða um að Bjarne Riis, framkvæmdastjóri liðsins, væri viðriðinn dópmál. Það hvarf reyndar í sigurvímunni.

Þetta mál er samt sem áður Dönum erfitt svona rétt fyrir Olympíuleikanna og yfirgnæfir umræðuna um að krónprinsinn verði viðstaddur leikana en það leggst misvel í menn.

Annars held ég að lyfjanotkunin sé svo almenn að það sé næstum því bara keppni í sumum greinum hver sé með bestu læknana en ekki hver sé fremstur íþróttalega séð.

Það held ég.


Norðurljósauppgötvun NASA

Athyglisverð grein í WP í dag um norðurljósin og rannsóknir vísindamanna NASA á þeim.

The mysterious sudden brightening and wavelike movements often seen in the aurora borealis, also called the Northern Lights, are caused by periodic explosions of magnetic energy 80,000 miles above Earth, NASA researchers reported today

"We discovered what makes the Northern Lights dance," said Dr.Vassilis Angelopoulos of the University of California, Los Angeles

As they capture and store energy from the solar wind, the Earth's magnetic field lines stretch far out into space," said David Sibeck, THEMIS project scientist at NASA's Goddard Space Flight Center. "Magnetic reconnection releases the energy stored within these stretched magnetic field lines, flinging charged particles back toward the Earth's atmosphere."

Ég hef alltaf verið hrifinn af geimnum og ekki síður norðurljósunum. Þetta er ágætis grein en myndirnar með jafnast ekkert á við að sjá norðurljósin beint.


Efnahagurinn og húsnæðismálin hjá Bush

Greining efnahagsvandans hjá Bush með smá skoti um húsnæðismálin.

Ætli hann hafi nokkuð verið að tala um íslenska efnahagsástandið?

Annars er þetta varið af Hvíta húsinu sem einkamál forsetans og hann eigi rétt á sínum einkamálum.

Góðu fréttirnar eru þó þær að það styttist í að hann fari.


(Fjölskyldu)Fréttir liðinna vikna

Lítið hefur maður sett fram í fréttum af okkur hér síðan við fluttum enda hefur verið í nógu að snúast. Maður var varla búinn að raða í íbúðina inn úr gámnum en sumarnámskeiðið mitt byrjaði. Það hljómaði einhvernveginn svo rómantískt að taka námskeið sem hét "turbo fysik" svona í fjarlægð á Íslandi. Þegar maður kom aftur á móti á staðinn fann maður fljótt að turbo nafnið var þarna annarra hluta vegna en hennar. Það var nefnilega svo að 6-9 einingar í eðlisfræði á þremur vikum, með tilraunum á laugardögum og munnlegu prófi í lokin, gerði það að verkum að annað varð að bíða á meðan. En björtu hliðarnar voru auðvitað þær að ég hafði þó þrjár vikur til að slípa dönskuna mína til fyrir prófið.

S6300248Eftir þetta og reyndar aðeins á meðan, höfum við þó haft tíma til að koma okkur betur fyrir og fara S6300181aðeins um svæðið og landið auk þess að ganga frá flestum praktískum hlutum. Dýragarðsferðir hafa verið ákaflega vinsælar hjá stelpunum auk strandferða og það var nú engin smá upplifun Þegar þær fengu að handfjatla nashyrningshorn í einni slíkri heimsókn. Ég held bara að nashyrningarnir séu uppáhaldsdýr Eyhildar, a.m.k. þessa dagana.

Við höfum einnig farið í tvær ferðir til Sjálands (en við erum auðvitað stödd á Jótlandi) og í annarri þeirra stoppuðum við nærri heilan dag hjá vinafólki okkar er reka hestabúgarð (íslenski hesturinn auðvitað). Mjög ánægjuleg heimsókn þar sem ég fékk enn betri og meiri þjálfun í dönskunni. Þar fyrir utan var ákaflega tilkomumikið að sjá og fara yfir brýrnar á leiðinni. Fyrst Litlabeltisbrúna og síðan Stórabeltisbrúna. Mikil smíð báðar tvær og nú þarf maður bara að fara yfir til Svíþjóðar einn daginn til að fullkomna brúarþrenninguna (eða fernuna því þær eru tvær yfir Stórabeltið).

Svo þarf maður smá saman að komast inn í kúltúrinn hérna. Ég er búinn að sjá nokkrar þjóðaríþróttir þeirra Dana. Ein er að eiga hund, það er enginn maður með mönnum nema hann eigi hund. Því minni því betra. Kerfið er greinilega að eignast hund þegar fólk tekur saman og eiga hann í þónokkuð mörg ár áður en börnin koma í spilið. Næsta þjóðaríþrótt, a.m.k. hér á Jótlandi er að fara í verslunarferðir til þýskalands og þá helst með kerrur til að koma nógu og miklu magni af bjór og gosi með til baka. Þýsku kaupmennirnir eru meira að segja farnir að auglýsa að þeir selji fleiri vörur en gos, bjór og nammi. Þriðja íþróttin er síðan að taka sumarfríið sitt alveg háalvarlega. Það eru mikil brögð af því að loka í sumarfríinu eða þá fara í frí án þess að nokkur leysi þig af. Enda ganga hlutirnir ekki alveg jafn brjálæðislega hratt hér og á Íslandi.

En taki menn sumarfríið sitt alvarlega þá er hlutunum sko algjörlega öfugt farið með umferðarreglurnar og þá aðallega hámarkshraðann. Á hraðbrautunum er ekki nema lágt hlutfall sem er innan hámarkshraðareglunnar enda hafa orðið mörg og alvarleg slys í sumar. Þar fyrir utan sér með hin furðulegustu farartæki á hraðbrautunum. Ég held ég hafi séð Wolksvagnen sem smíðaður var fyrir stríð (já hann var smíðaður ekki framleiddur), heimatilbúna bíla og einn daginn keyrði ég meira að segja fram úr kornskurðarvél. Ofan á þetta er síðan ákaflega mikil kerrumenning hérna sýnist mér og hellingur af hjólhýsum að auki núna í sumar. En það er annar ákaflega auðvelt að aka hér um, allt merkt mjög vel og vel hannað.

Annar vil ég benda á þessa síðu þar sem ég held líklega áfram að hafa svona færslur í lágmarki en vera með svipaða ritstjórn og fram að þessu. Er reyndar að vinna tölfræðilega umfjöllun um hvert ríki fyrir forsetakosningarnar í USA í haust en það miðast hægt ennþá.

Nýr sími hjá okkur er 4960794 en sömu netföngin auðvitað.

Það held ég.


Karadzic fangaður

Það verða að teljast fréttir dagsins að eftir áratug sé búið að fanga Radovan Karadzic en hann náðist nú í kvöld.

The office of Serbian president says former Bosnian Serb leader Radovan Karadzic has been arrested in Serbia. President Boris Tadic's office says in a statement that Karadzic was arrested on Monday July 21, 2008 evening "in an action by the Serbian security services."

He is charged with genocide, crimes against humanity and violations of the law of war.

Held að ég fari rétt með að þetta séu sterkustu ákærur sem hægt er að setja fram af alþjóðadómstólnum og kannski ekki nema von.

Svo í framhaldi þessa fara auðvitað næstu mánuðir í réttarhöld yfir honum og upprifjanir á Bosníu/Júgóslavíu stríðinu. Annars er mönnum hollt að vera minntir á misgjörðir ef hægt er að læra af þeim þannig að ekki eigi sér stað aftur.

Hitt er svo annað mál að ég á ekki von á öðru en sagan endurtaki sig í þessum efnum áfram.


Tímaáætlun Bush

Það liggur við að manni finnist það stórfréttir að Bush fallist á tímasetta áætlun heimkvaðningar heraflans frá Írak. Hann hefur lengi barist fyrir því að stríðsreksturinn í Írak sé ekki með tímasettan endi af hálfu Bandaríkjamanna en nú hefur hann undið sínu kvæði í kross varðandi þetta. Og ástæðan, jú að það sé mikill árangur að nást við að ná stöðugleika í landinu og svo með smáa letrinu að það sé líka vegna mikils og djúpstæðs pólitísks þrýstings bæði heima fyrir og í Írak.

Þeir líta síðan á þetta hvor með sínum augum forsetaframbjóðendurnir.

A spokesman for Mr. Obama, Bill Burton, called the announcement “a step in the right direction,” but derided what he called the vagueness of the White House commitment.

Og af hálfu McCain

Senator John McCain, the Republican presidential candidate, praised the agreement as evidence that Mr. Bush’s strategy of sending additional forces last year had worked and he sought to use it as a cudgel against Mr. Obama.                                            “An artificial timetable based on political expediency would have led to disaster and could still turn success into defeat,” Mr. McCain said.

Og ekki síst af hálfu Íraka sjálfra

“The Iraqi government considers the determination of a specific date for the withdrawal of foreign forces an important issue to deal with,” he said. “I don’t know what the American side thinks, but we consider it the core of the subject.”

En það á auðvitað eftir að semja um sjálfa tímaáætlunina því þetta er í raun bara samkomulag um að hafa slíka tímaáætlun til að vinna eftir. Menn reikna síðan hins vegar með því að að afskaplega lítið kjöt verði á beinunum þegar upp verður staðið frá samningaviðræðunum um hana.

Það held ég.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband