Palin hæfust af þeim sem til greina komu?

Val McCain á varaforsetaefni sínu hefur aftur sett Repúblikana í varnarstöðu eftir annars ágætan ágústmánuð.

Félagar hans í flokknum hafa átt erfitt með að svara fyrir valið og eintómir útúrsnúningar verið reyndir til að sleppa frá einföldum en áleitnum og beittum spurningum.

Aðalspurning dagsins hefur verið hvort Palin sé hæfasti Repúblikaninn af þeim sem til greina komu til að fara í þetta starf. Því hefur enginn Repúblikani getað svara hreint út og síðan hlaupið á milli þess að það sé bara spurningin um forsetaefnin og þess að allur pakkinn skipti máli.

Það sem þetta hefur einnig gert er að draga aldur McCain af fullum krafti inn í baráttuna og þar með hæfi Palin frá degi eitt.

Þetta val hans kemur kannsi til með að friða hægri væng flokksins en að það dragi í stríðum straumum kjósendur Clinton í forvali Demókrata til hans eða konur almennt eru hálgferðir draumórar.

Svo eru tálbeiturnar hans tvær ekki par sáttar með framvinduna.

Og ofafn í allt þetta kemur síðan Gustav.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband