Hver ætlar að segja Hilary?

Þetta er heitið á grein eftir Robert Novak og er í Washington Post í dag. Þar segir hann að jafnvel áður en Obama vann prófkjörið í Wisconsin hafi gamlir framámenn í Demókrataflokknum verið farnir að spyrja sig þessarar spurningar.

Who will tell her that it's over, that she cannot win the presidential nomination and that the sooner she leaves the race, the more it will improve the party's chances of defeating Sen. John McCain in November

Núna vona menn bara að Obama vinni í Texas eftir rúma viku og þar með verði Clinton það ljóst sjálfri að komið sé að lokum vegferðar hennar á þessum vettvangi.

Hann meira að segja ber stöðuna saman við þegar Nixon tapaði stuðningi sínum í Repúblikanaflokknum á sínum tíma og þyrfti að segja af sér forsetaembættinu. Sá eini hjá Demókrötum sem hugsanlega hefði getað gegnt þessu hlutverki gagnvart Hilary nú, Ted Kennedy, sé búinn að loka á það þar sem hann hefur lýst yfir stuðningi við Obama.

Á meðan heldur Clinton fast í gagnrýni sína á Obama um að hann sé að fljúga hátt á "lánuðum" setningum, eitthvað sem er næstum því aðhlátursefni í stjórnmálaheiminum. Og í raun hefur verið svipað rakið á hana sjálfa.

Að þessu sögðu hefur maður séð fleiri greinar þar sem yfirskriftin er "it´s over" og fleira í þeim dúr.

Annars virðist ekki vera marktækur munur á þeim samkvæmt skoðanakönnunum í Texas og í Ohio leiðir Clinton með 6-8 prósentustigum.

Ég fer jafnvel að hallast að því sjálfur að þetta sé búið hjá henni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband