Gullkorn Salbjargar

Einn laugardaginn í desember að mig minnir átti Salbjörg við mig orð. Þetta var eftir hádegi og ég var nýbúinn að setja Eyhildi í vagninn sinn til miðdegisblundar og því vorum við Salbjörg einar inni. Hún fór að dunda í herberginu sínu og ég fór að lesa blöðin í tövunni. Eftir smá stund kemur hún til mín að tölvunni og segir:

Sko pabbi. Ef ég væri ein heima með börnin mín myndi ég ekki vera í tölvunni.

Ég gat ekkert sagt við þessu svo sem. En afgangurinn af deginum var tölvulaus og að mestu inni í herbergi þeirra systra.

Sniðug geta þau verið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Algjör snilld hún dóttir þín, hún á eftir að snúa pabba sinn oftar í framtíðinni held ég.

Ásdís Sigurðardóttir, 28.1.2008 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband