Með Kennedy á bak við sig

Ég hef áður talað um stuðningsyfirlýsingar í prófkjörsslag Demókrata og Repúblikana og kannski heldur dregið úr því að þær skili svo sem miklu inn í fylgi viðkomandi frambjóðanda. Enda er um ótal svona stuðningsyfirlýsingar að ræða, maður getur flett því upp hver styður hvern og er þar úr nógu að velja.

En Obama er núna að fá tvær stuðningsyfirlýsingar sem ég held að skipti hann dálitlu máli í slagnum 5. febrúar. Í dag birtist grein í New York Times þar sem Caroline Kennedy, dóttir John F. Kennedy fyrrum forseta lýsir yfir stuðningi við hann.

I have never had a president who inspired me the way people tell me that my father inspired them. But for the first time, I believe I have found the man who could be that president — not just for me, but for a new generation of Americans

Góð grein sem ég mæli með til lestrar.

Síðan hefur það verið gefið út að á morgun muni Edward M. Kennedy lýsa yfir stuðningi við Obama en litið er á stuðning hans sem einna mikilvægastan af forvígismönnum Demókrata.

Ég tel því að þessi stuðningur komi til með að skipta þónokkru máli fyrir Obama í flóðbylgjunni þann 5. febrúar.

Það held ég.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband