Blóðsugurnar hjá Valitor

Það er ekki nóg með að hið furðulega fjármálaástand sé langleiðina að gera útaf við mann gengislega séð heldur þá virðist nú svo vera að Valitor hafi ákveðið að greiða manni náðarhöggið.

Hvernig getur annars staðið á því að gengi dönsku krónunnar er skráð í kringum 26 IKR en visakortsviðskipti hjá Valitor segja gengið yfir 30 IKR.

Það er sem sagt verið að strauja mann um nærri fimm krónur af hverri danskri. Það gerir í kringum fimmþúsund kall á hvern danskan þúsundkall.

Það er ekki nema von að manni detti í hug ránsferðir tækifærissinna í skjóli uppþota.

Og á eftir því "skítlegt eðli".

Það eru alltaf manns eigin menn sem troða mann í skítinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og merkilegt nokk er enginn fjölmiðill sem gerir athugsemdir við þetta! Þeir eru að hirða til sín mismuninn á genginu og það bitnar aðallega á námsfólki erlendis.

Arnar (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 09:13

2 identicon

Nákvæmlega...hvar eru fjölmiðlarnir...hvar er SÍNE...hvar eru talsmenn neytenda, námsmanna, fólksins....HVAR ERU UNGLIÐARNIR????

HALLÓ HVAR ERU ÞEIR SEM HAFA MEST VERIÐ AÐ RÍFA SIG UNDANFARNA MÁNUÐI?

Það fór allavega mikið fyrir gagnrýninni á ruglinu í borginni...mér finnst þetta nú vera tilefni til að rísa aðeins upp. Eða eru menn búnir á því?

Anita (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband