Góð tíð fyrir skoðanakannanörd

Það er af nógu að taka varðandi skoðanakannanir í BNA þessa dagana (sem og reyndar allt sumar) og alveg hægt að gleyma sér í að skoða þær í öllum sínum fjölda.

En akkúrat í dag eru tvö atriði sem standa uppúr varðandi kannanir finnst mér.

Í fyrsta lagi er það spurningin hvert framhaldið verður nú hjá McCain eftir gott "bounce" frá flokksþinginu, sem hefur að sumu leyti sett Demókrata á afturfæturna. Verður þetta stökkpallur eða fjarar "bounceið" út á næstu tveimur vikum?

Hitt er svo annað að það er eiginlega mun skemmtilegra að skoða hvert ríki fyrir sig heldur en landskannanir þó svo þær sýni ýmislegt. Mér finnst það gefa betri mynd að skoða hvert ríki og þá hvernig línan breytist í þeim. Kjörmannafjöldinn fer nefnilega eftir ríkjum (nær öll þeirra eru "winner takes all") og það skiptir ekki öllu máli hvort menn bæta við sig í öruggu ríki eða ekki (svo lengi sem það er öruggt). Þar eru ekki miklar breytingar hvort sem er en það eru "toss up" ríkin sem skipta miklu máli og ríkið til að fylgjast með þar er Ohio.

Ohio er nefnilega með skemmtilega tölfræði á bakvið sig. Síðustu áratugina hafa Republikanar ekki unnið forsetaembættið án þess að vinna Ohio en það hafa Demókratar þó gert tvisvar. Samikvæmt því sem kannanir benda til í dag þarf svo Obama að gera það svo í þriðja sinn nú því McCain er með stöðuga forystu í Ohio. Obama er hins vegar með áætlun í gangi sem miðar einmitt að því að geta unnið í haust án þess að vinna í Ohio.

En staðan í dag samkvæmt ríkjakönnunum (sem eru reyndar misnýjar) er 217-189 fyrir Obama og reyndar lítur þokkalega út fyrir hann í Pennsylvaniu eða svipað og hjá McCain í Ohio.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband