Skrýtin frétt

Hún er hálf skrýtin fréttin á visir.is um brúarbyggingu Dana yfir Kattegat. Það er helst á fréttinni að skilja að brúin, sem hætt er við að byggja, ætti að vera yfir til Svíþjóðar.

Danir hafa lagt á hilluna áætlanir um að byggja brú yfir Kattegat, sundið á milli Danmerkur og Svíþjóðar.

Í dag ganga ferjur milli  Fredrikshavn á Skagen og Gautaborgar í Austur-Svíþjóð.  Einnig á milli Helsingjaeyrar í Danmörku og Helsingjaborgar í Svíþjóð.

Málið er bara að það er verið að tala um brú á milli Jótlands og Sjálands, aðallega til að stytta ferðatímann milli Árósa og Kaupmannahafnar að því að manni skilst (eða þannig hefur þetta verið sett upp en auðvitað styttist ferðatíminn milli norður Jótlands og Kaupmannahafnar í sama skrefinu).

Það er ekki bara verðið á brúnni sem menn setja fyrir sig, menn vilja sjá framar í forgangsröðinni lausnir á umferðarvandamálum í og við Kaupmannahöfn. Dýrasta útgáfan myndi kosta 2.200 milljarða en ef sú ódýrasta, sem kostar um 1.600 milljarða, yrði valin þá er talað um að úr ríkissjóði þyrfti að greiða helming en hinn helmingurinn kæmi í gegnum veggjald.

En íslenska útgáfan af þessari frétt er slök í meira lagi verður að segjast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband