Fréttir eða ekki?

Mér finnst það skrýtið að fjölmiðlar telji það vera fyrirsagnarvert að Bill Clinton (og Hilary) styðji Obama. Það eru í sjálfu sér ekki fréttir að þau styðji hann.

Það sem eru aftur á móti fréttir er hvernig stuðningur þeirra við hann er framreiddur og það er fyrirsagnarvert.

Bill komst nefnilega vel frá sinni ræðu á flokksþinginu í gær með skýrum og nákvæmum stuðningsorðum þar sem Obama var mærður á réttan hátt fyrir komandi kosningabaráttu. Hilary var laus við það í fyrrakvöld. Samt vantaði einhvern neista hjá Bill, líkt og Hilary. Það er áhyggjuefni Demókrata.

Að skyggnast undir yfirborðið og skýra hlutina er betri fréttamennska flöt frásagnagleði hraðans án innihalds.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband