Kínversku fiskikerlingar

Einn skemmtilegasti handboltaleikurinn sem maður hefur séð á OL fram að þessu var í dag. Það var leikur Rússa og Frakka í átta liða úrslitum kvenna. Tvíframlengdur en endaði svo að lokum með eins marks sigri Rússa.

Ef fyrirsögninni var nú eiginlega beint að lýsendum leiksins hérna á DR1. Það sem ég hef tekið eftir fram að þessu er að lýsendur almennt finnst mér "halda með" einhverjum eða einhverju liði og svo var einnig í dag. Þá er ég ekki að tala um að fylgjast sérstaklega með sínu fólki og halda með þeim. Því hef ég tekið eftir bæði hjá Bretum og Þjóðverjum.

Fyrirsögnin var síðan eiginlega kveðjuorð þeirra í dag og var beint að dómurum leiksins. Þær áttu ekki sérstakan dag verður að segjast en eins slakar og þeir vildu vera láta er ekki rétt. Þeir héldu nefnilega með Frökkum og það þrátt fyrir að Emiliya Turey spili með Slagelse.

En leikurinn var skemmtilegur, með fínu spili á köflum, helling af mistökum og frábærri markvörslu. Bendi mönnum á að sjá hann sér til skemmtunar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband