Obama vinnur í Nebraska

Það er komin nokkur mynd á úrslit í forvali Demókrata í Nebraska en þar hafa verið talin tæplega 80% atkvæða.

Obama er með 69% en Clinton 31%. Þessar tölur geta eitthvað breyst en ekki mikið enda er búið að lýsa Obama sigurvegara forvalsins í ríkinu.

Þetta er í takt við það sem reiknað var með í herbúðum hans fyrir forvalið í dag, heldur betra meira að segja ef eitthvað er.

Nú er spurningin hvernig niðurstaðan verður í Louisiana en ætla má að Clinton gangi betur þar og síðan ennþá betur í Maine á morgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband