Áhugasamar systur

Þær eru ekkert smá áhugasamar systurnar hérna að fylgjast með sláturgerð ömmu sinnar núna rétt Mynd019um daginn. Þær fengu auðvitað aðeins að taka þátt öllu saman og síðan borða afraksturinn seinna um daginn. Ekkert smá spennandi.

Annars verð ég að koma því að með þessu að það er ekkert smá sem blóðið hefur hækkað í verði á milli ára. Kostaði 79 krónur lítrinn í fyrrahaust en núna einar 249 krónur. Geri aðrir betur í hækkunum, eru þetta ekki rúmlega 200% hækkun?

Það liggur við að maður segi okur dagsins en þar sem þetta eru nú ekki stórar upphæðir lætur maður það nú vera núna.

PS Fyrir þá sem ekki þekkja systurnar í sundur þá er Salbjörg vinstra megin og Eyhildur hægra megin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndislegur tími, sláturtíðin, alltaf tilhlökkun hvert einasta haust.  Smátt og smátt með aldrinum fékk ég að taka meiri og meiri þátt í sláturgerðinni. Ótal augnablik eru mér enn í minni, rekja ristla og sauma vambir ofl. ofl.  Flottar stelpur hjá þér.

Ásdís Sigurðardóttir, 22.10.2007 kl. 21:18

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Alltaf gaman að fylgjast með sláturgerðinni, og líka að taka slátur, þegar maður verður eldri. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2007 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband